Tvö stig í fyrsta leik

Gudmundur hólmar hsí
Gudmundur hólmar hsí

Selfyssingar sóttu tvö góð stig í Garðabænum þegar liðið mætti Stjörnunni í fyrsta leik liðsins í deildarkeppni frá því í mars. Selfyssingar sigruðu leikinn með einu marki, 26-27.

Jafnt var á með liðunum nær allan fyrri hálfleikinn. Stjarnan náði að skora síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og staðan því 15-13 í hálfleik. Selfyssingar komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og breyttu stöðunni í 16-18. Stjörnumenn jöfnuðu leikinn í 18-18 og var mikið jafnræði með liðunum eftir það.  Lokakaflinn var æsispennandi og jafnt var á flestum tölum, Selfoss náðu að komast yfir í 26-27 þegar rúmlega mínúta var eftir af leiktímanum. Selfyssingar hefðu getað gulltryggt sigur sinn en brenndu af í síðustu sókninni. Hergeir Grímsson kórónaði góðan leik sinn með frábærri vörn á lokasekúndum. Verðskuldaður eins marks sigur í höfn gegn lærisveinum Patreks Jóhannessonar, 26-27.

Mörk Selfoss: Guðmundur Hólmar Helgason 10/3, Hergeir Grímsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Daníel Karl Gunnarsson 3, Einar Sverrisson 3, Alexander Már Egan 3, Ísak Gústafsson 1, Tryggvi Þórisson 1

Varin skot: Vilius Rasimas 15/2 (35%).

Næsti leikur liðsins er eftir slétta viku gegn KA í Hleðsluhöllinni kl 19:30. Mætum á fyrsta heimaleik strákanna í Hleðsluhöllinni!


Mynd: Guðmundur Hólmar var markahæstur í kvöld með 10 mörk!
HSÍ