Jólasýning 2014 Mjallhvit og dvergarnir sjö
Jólasýning Fimleikadeildar Selfoss verður haldin laugardaginn 14. desember í íþróttahúsi Vallaskóli. Um þessar mundir eru margar hendur að undirbúa sýninguna og krakkarnir æfa stíft til að stóri dagurinn verði sem eftirminnilegastur. Í ár er jólasýningin um Mjallhvíti og dvergana sjö og verður spennandi að sjá útkomuna. Þetta er í áttunda skiptið sem þjálfarar og iðkendur deildarinnar setja upp sýningu sem þessa og vinnur stór hópur þrekvirki á hverju ári. Sýningarnar verða þrjár eins og undanfarin ár og byrjar sú fyrsta kl. 9:30, önnur sýning er kl. 11:30 og þriðja og síðasta sýningin er kl. 13:15. Sögumaður verður Guðfinna Gunnarsdóttir. Aðgangur er 1000 kr. fyrir 13 ára og eldri en frítt er fyrr 12 ára og yngri. Forsala aðgöngumiða verður í Baulu mánudaginn 9. desember frá kl. 16-17 og föstudaginn 13. desember í anddyri Vallaskóla frá kl. 16-18. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og fá jólaandann beint í æð.