Á föstudaginn 7. desember heimsækir Selfoss topplið Stjörnuna í Garðabæ. Það verður því toppslagur í Garðabænum og von á góðum leik. Þegar liðin mættust í fyrstu umferðinni vann Stjarnan sigur 23-26.
Stjarnan situr eins og er á topp deildarinnar með 15 stig og geta þeir því verið sáttir við byrjun tímabilsins. Þeir hafa ennþá ekki tapað leik, en þó gert 3 jafntefli. Hægri skyttan/hornamaðurinn Þröstur Þráinsson er markahæstur í Stjörnu liðinu með 54 mörk í 9 leikjum. Það er svo Þórður Rafn Guðmundsson sem er láni frá Haukum sem fylgir á eftir með 40 mörk í 9 leikjum. Finnur Jónsson kemur næstur með 26 mörk í 9 leikjum. Stjarnan fékk svo Halldór Guðjónsson á láni frá FH og hann kominn með 18 mörk í 4 leikjum. Á milli stangana hjá Stjörnunni eru það Svavar Már Ólafsson og Brynjar Darri Baldursson. Liðið er þjálfað af eyjamanninum Gunnar Berg Viktorsson sem spilaði lengi með ÍBV, Fram og Haukum.
Gengi Stjörnunar á tímabilinu : J-S-S-S-J-S-J-S-S
Selfoss hefur ekki náð nógu miklum stöðugleika í sitt lið undanfarið. En sigur í seinustu 2 leikjum er vonandi ávísun á eitthvað gott. Sérstaklega góður bikarsigur á mánudaginn gegn Val. Þar sýndi liðið allar sínar bestu hliðar og sérstaklega Helgi Hlynsson í markinu. Einar Sverrisson er langmarkahæstur Selfyssinga með 60 mörk í 9 leikjum. Næstu menn eru mjög jafnir á mörkunum, en Matthías Örn Halldórsson hefur skorað 43 mörk í 9 leikjum. Einar Pétur Pétursson hefur skorað 41 mark í 9 leikjum og fyrirliðinn Hörður Gunnar Bjarnarson hefur 40 mörk í 9 leikjum. Það eru svo Helgi Hlynsson og Sverrir Andrésson sem standa vaktina í markinu. En Helgi mun vonandi mæta jafn vel stemmdur til leiks og gegn Stjörnunni.
Gengi Selfoss á tímabilinu : S-S-T-S-S-S-T-T-S
Í fyrra léku liðin saman í 1. deildinni og spilðu 4 sinnum gegn hvort öðru. Þar hefur Stjarnan vinninginn, en þeir unnu 2 leiki, gerðu liðin svo eitt jafntefli og náði Selfoss að lokum einum sigri. Eiga allir leikirnir það sameiginlegt að vinnast á 1-2 mörkum, nema fyrsti leikurinn sem Selfoss tapaði með 6.
Heimasíðan hvetur alla til að mæta á föstudaginn. Þar sem Selfoss þarf nauðsynlega á sigri að halda!