gautaborg 2
Stór hópur frjálsíþróttafólks frá Selfossi og Þorlákshöfn héldu til Svíþjóðar í vikunni til að taka þátt í Världsungdomsspelen (Gautaborgarleikunum) sem fer fram í Gautaborg.
Mótið er eitt af stærstu mótunum sem haldin eru í frjálsíþróttaheiminum og koma keppendur frá mörgum löndum til að taka þátt. Keppt er í öllum flokkum frá 12 ára aldri og uppúr.
Keppnishópur Selfyssinga og Þorlákshafnarbúa telur um 30 keppendur og 3 þjálfara. Auk þess fóru mjög margir foreldrar með í þessa skemmtilegu keppnisferð. Keppnin fer fram 27.-29. júní og stendur yfir frá klukkan 8-20 alla þrjá dagana. Veðurspá fyrir helgina er mjög góð svo búast má við því að einhver met falli um helgina og fjöldinn allur af persónulegum metum verður eflaust sleginn.
Þeir sem eru mjög áhugasamir að fylgjast með árangri okkar manna geta séð úrslit á heimasíðu mótsins.