Veglegir styrkir til Selfoss

HSK1_bg
HSK1_bg

Alls fengu 19 verkefni á vegum Umf. Selfoss styrk úr Verkefnasjóði HSK en úthlutað var úr sjóðnum fyrir árið 2013 í lok október. Tilgangur sjóðsins er m.a. að styrkja félags- og íþróttastarf á sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins.

Fram kemur á heimasíðu HSK að 31 verkefni var styrkt að þess sinni að upphæð 2.250.000 kr. Auk landsliðsverkefna, keppnisferða erlendis og menntunar þjálfara og dómara fékk Umf. Selfoss úthlutað vegna þjálfararáðstefnu á vegum Sveitarfélagsins Árborgar, námsskrárgerð fyrir fimleikadeild og innbinding á ársskýrslum félagsins frá 1990 til 2012. Alls fékk Selfoss úthlutað til starfsemi sinnar 1.227.500 kr.

Stjórn og deildir Selfoss vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til HSK fyrir styrkina.