15.10.2019
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 24. október, föstudaginn 24. október og laugardaginn 25. október. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 19:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Föstudaga
Klukkan 15:45 sundskóli (börn sem fara í skóla núna í haust og næsta haust eða eldri).
Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn)
Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga
Klukkan 9:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á og í síma 848-1626.
Guðbjörg H.
15.10.2019
Laugardaginn 11. október voru settar upp átta stórar ljósmyndir á stúkuna Selfossvelli. Þessar myndir sýna nokkra merka áfanga í sögu fótboltans á Selfossi, bikarmeistarar kvenna 2019, Íslandsmeistarar í þriðju deild 1966, Íslandsmeistarar í þriðja flokki kvenna 2010, 1.
15.10.2019
Handknattleiksdeildin vill koma sérstökum þökkum á framfæri til þeirra sem hafa stutt við liðið í gegnum Evrópukeppnina. Liðið féll úr keppni um helgina eftir tap gegn sænska liðinu HK Malmö í 2.
14.10.2019
Haustmót Júdósambands Ísland í öllum aldursflokkum var haldið í Grindavik laugardaginn 5. október. Níu keppendur frá júdódeild Selfoss kepptu, stóðu sig allir vel og sýndu góð tilþrif á gólfinu.Alexander Adam Kuc, Egill Blöndal og Hrafn Arnarsson unnu sína flokka nokkuð örugglega.
13.10.2019
Selfoss mættu HK Malmö frá Svíþjóð í Hleðsluhöllinni í EHF Cup í gærkvöldi. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Svíanna, 29-31.
11.10.2019
Selfoss lagði ÍR í toppbaráttunni í Grill 66 deild kvenna í kvöld. Leikið var í Austurbergi og enduðu leikar 25-23.Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en ÍR voru fyrri til að ná áhlaupi og leiddu um miðjan hálfleikinn með 3 mörkum. Stelpurnar náðu þá að bæta aðeins í vörnina og komst Henriette í gang í markinu. Það skilaði því að Selfyssingar leiddu í hálfleik 14-15.Í seinni hálfleik héldu þær áfram á svipaðri braut án þess þó að ná að slíta sig frá ÍR. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum náði Selfoss loks að bæta í forystuna og leiddu með 5 mörkum þegar mest var. ÍR-ingar gerðu áhlaup á síðustu tveim mínútunum, það var of lítið og of seint og sigur Selfoss staðreynd, 23-25.Selfoss hefur þar með unnið alla 4 leiki sína og eru því á toppi deildarinnar.Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Hulda Dís Þrastardóttir 5/5, Agnes Sigurðardóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 2.Varin skot: Henriette Østergård 9 (29%)Á laugardaginn er stórleikur hjá strákunum í EHF-keppninni gegn HK Malmö.
11.10.2019
Handboltalið Selfoss tekur á móti HK Malmö, frá Svíþjóð, í Evrópukeppninni næstkomandi laugardag 12. október kl. 18. Þetta er seinni leikur liðanna í þessari þessari umferð í Evrópukeppninni.
10.10.2019
Selfyssingar gerðu góða ferð til Eyjunar fögru í kvöld og sóttu þar tvö stig og heiðurinn um Suðurland með eins marks sigri, 29-30.Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru mun sterkari í fyrri hálfleik, þeir voru tveimur til fjórum mörkum yfir og staðan í leikhléi var 13-15.
09.10.2019
Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur valið 19 manna æfingahóp A-landsliðs karla vegna landsleikjanna gegn Svíþjóð í lok október. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25.