19.08.2019
Valur sigraði Ragnarsmót karla 2019 eftir sigur á ÍBV í úrslitaleik á laugardaginn s.l. Selfoss endaði í 5. sæti á mótinu. Mótið er árlegt æfingamót í handbolta til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi ungur að árum árið 1988, mótið hefur verið haldið árlega síðan og markar upphaf handboltavertíðarinnar.Valur vann alla sína leiki nokkuð örugglega og stóðu uppi sem sigurvegarar Ragnarsmótsins.
18.08.2019
Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram helgina 17.-18. ágúst sl. á Akureyri. Veðuraðstæður voru fremur óhagstæðar, kuldi og vindur sem gerðu þrautina enn erfiðari fyrir keppendur.
18.08.2019
Eva María Baldursdóttir náði þeim frábæra árangri að krækja sér í silfurverðlaun í hástökki á Norðurlandameistaramóti í frjálsum íþróttum undir 20 ára aldri sem fram fór í Noregi helgina 17.-18.ágúst sl.
14.08.2019
Í dag hefst hið árlega Ragnarsmót í handbolta á Selfossi, eitt elsta og virtasta æfingamót á Íslandi sem nú er haldið í 29. skiptið.
09.08.2019
31. júlí síðastliðinn fóru 35 iðkendur og 5 þjálfarar frá fimleikadeild Selfoss til Helsinge í Danmörku. Þar eyddu þau viku í alþjóðlegum æfingabúðum, þar sem kennarar frá Danmörku sáu um skipulag og allt utanumhald.
09.08.2019
Við erum búin að opna fyrir skráningu í íþróttaskólann. Við byrjum sunnudaginn 8. september og námskeiðið verður 12 vikur. Umsjón verður í höndum Berglindar Elíasdóttur íþrótta - og heilsufræðings og Ingu Sjafnar Sverrisdóttur sjúkraþjálfara.
09.08.2019
Á dögunum skrifuðu Vilborg Halldórsdóttir, lyfsali Lyfju á Selfossi, og Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss, undir samstarfssamning.
01.08.2019
Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 10. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina. Keppt er í 5 og 10 km hlaupi, 2,8 km skemmtiskokki og 800 metra Sprotahlaupi barna 8 ára og yngri.
30.07.2019
Guðni Ingvarsson hefur ákveðið að taka slaginn áfram á Selfossi og hefur framlengt við handknattleiksdeild Umf. Selfoss.Guðni er uppalinn hér á Selfossi en hann lék í nokkur ár með ÍBV þar sem hann vann Íslands- og bikarmeistaratitil áður en hann tók eitt tímabil á Seltjarnarnesinu með Gróttu, hann gekk síðan aftur til liðs við Selfoss haustið 2016.