Elvar og Perla valin best á lokahófinu

Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram síðastliðinn laugardag í hátíðarsal Hótel Selfoss. Hófið fór vel fram og var góð mæting.

SELFOSS ÍSLANDSMEISTARAR 2019

Selfoss urðu í gær Íslandsmeistarar Olísdeildar karla árið 2019, í fyrsta skipti í sögu félagsins!Leikurinn endaði með 10 marka sigri Selfoss, 35-25.

Fréttabréf ÍSÍ

Sumarnámskeið knattspyrnudeildar 2019

Nú er allt komið á fullt í undirbúningi fyrir frábær sumarnámskeið knattspyrnudeildar Selfoss  Skráning og allar upplýsingar í tölvupósti knattspyrna@umfs.is

Fríða með sigurmarkið á síðustu stundu

Kvennalið Selfoss vann dýrmætan sigur á Keflavík í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur leiksins urðu 3-2 þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins.Selfoss byrjaði leikinn frábærlega og eftir aðeins 117 sekúndur hafði Barbára sett boltann í netið.

HSK | Selfoss sigraði með yfirburðum

Skemmtilegu Aldursflokkamóti HSK í sundi er lokið, en mótið var haldið á Hvolsvelli 5. maí sl. Selfoss sigraði með yfirburðum í stigakeppni félaga, hlaut 214 stig, Dímon varð í öðru sæti með 22 stig og Hamar í þriðja sæti 20 stig.Það er stutt í næsta sundmót á svæðinu, en héraðsmót HSK í sundi verður haldið í Hveragerði þriðjudaginn 6.

Sigur sóttur á Ásvelli

Selfyssingar unnu ótrúlegan sigur á Haukum í Schenker höllinni á Ásvöllum í kvöld í framlengdum leik, 30-32.  Þetta var þriðji leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og staðan því orðin 2-1 fyrir Selfoss.Liðin skiptust á að halda forustu fyrstu mínútur leiksins.  Um miðbik hálfleiksins tóku Haukar frumkvæðið og náðu þriggja marka forskoti, Patrekur tók leikhlé og stöðvaði blæðinguna og endaði hálfleikurinn 15-14.Haukarnir héldu frumkvæðinu áfram þó munurinn væri áfram lítill.  Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum gerðu tóku Haukar svo afgerandi forystu, þegar 8 mínútur voru eftir var munurinn kominn upp í 5 mörk, 26-21.  Þá settu Selfyssingar í lás í vörninni og Sölvi negldi fyrir markið, Selfoss náði að jafna leikinn og það var staðan þegar vejulegur leiktími rann út og því framlengt.Í framlengingu skiptust liðin á að gera mistök, enda bæði lið að spila hrikalega sterka vörn.  Selfoss náðu þó að skora fyrsta og síðasta mark fyrri hálfleiks framlengingar og leiddu með einu marki.  Í síðari hálfleik voru Selfyssingar sterkari og lönduðu góðum sigri, 30-32.Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 10/1, Elvar Örn Jónsson 6, Hergeir Grímsson 5, Haukur Þrastarson 4, Árni Steinn Steinþórsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 1, Guðni Ingvarsson 1 og Alexander Már Egan 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 14 (54%), Pawel Kiepulski 7 (29%).Nánar er fjallað um leikinn á , og .Leikur 4 fer fram í Hleðsluhöllinni á miðvikudag kl 19:30.  Það er ljóst að með sigri munu Selfyssingar lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skiptið, vinni Haukar verður oddaleikur á Ásvöllum á föstudagskvöldið.  Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í vínrauðu í Hleðsluhöllina og láta í sér heyra.

21.Grunnskólamót Árborgar 28.maí

Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttumGrunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum verður haldið í 21.sinn þriðjudaginn 28.mai 2019.

Eins marks tap í Hleðsluhöllinni

Selfoss tapaði naumlega gegn Haukum í leik tvö í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld, 26-27.

Örn áfram með kvennaliðið

Örn Þrastarson mun halda áfram sem þjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleik, en hann endurnýjaði samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum.   Örn hefur verið viðloðandi handboltann á Selfossi alla sína tíð og hefur verið aðalþjálfari meistaraflokks kvenna undanfarin tvö ár, en liðið náði ekki að halda sæti sínu í Olísdeildinni á næsta ári.