Jólasýningin fór fram um helgina

Glæsileg jólasýning fimleikadeildar Selfoss er að baki og vill deildin þakka öllum sem komu að því að gera hana að veruleika mjög vel fyrir.

Þrír fengu silfurmerki – Nýr formaður kjörinn

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Selfoss sem fór fram 6. desember var Jón Steindór Sveinsson kjörinn nýr formaður en hann tekur við keflinu af Adólf Ingva Bragasyni sem flytur af landi brott á nýju ári. Aðrir meðlimir stjórnar voru endurkjörnir ásamt því að Eiríkur Búason kom nýr inn í stjórn.Á fundinum kom fram að rekstur deildarinnar er góður.

Strákarnir sigruðu í Dalhúsum

Selfoss gerði sér góða ferð í Grafarvoginn og sigraði Fjölni 30:32 í fjörugum leik. Fjölnismenn leiddu í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 18:17 Fjölni í vil.

Skellur í Eyjum

Selfossstúlkur steinlágu fyrir ÍBV með 13 marka mun í Eyjum í dag. Leikurinn byrjaði vel og var aðeins tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en þá skoruðu Eyjastúlkur skoruðu þrjú mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 16-11.

Handboltablað Selfoss komið út

Nýtt og brakandi ferskt handboltablað er komið út, ennþá volgt úr prentvélunum. Blaðinu verður dreift á öll heimili á Selfossi ásamt því að það mun liggja inni á flestum bensínstöðvum og verslunum.

Jólasveinarnir koma á Selfoss

Laugardaginn 9. desember munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á torginu við Pysluvagninn á Selfossi.Dagskráin hefst kl.15:45 en þá syngur Karlakór Selfoss nokkur jólalög og klukkan 16:00 koma jólasveinarnir akandi yfir Ölfusárbrúna.

Við ramman reip að draga í Tokyo

Það var við ramman reip að draga þegar Egill Blöndal keppti á Tokyo Grand Slam á sunnudaginn. Hann mætti Jose Luis Arroyo Osorno frá Perú í hörkuglímu.

Martröð á jólanótt – Jólasýning fimleikadeildar

Árleg jólasýning fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldin nú á laugardag. Þetta er í tófta sinn sem sýningin er þemabundin og undanfarna daga hafa iðkendur og þjálfarar lagt nótt við dag til að bjóða gestum upp á martröð á jólanótt.

Perla og Kristrún með landsliðinu

Þær Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir voru báðar valdar í A-landslið kvenna nú í nóvember en liðið lék þrjá æfingaleiki í lok mánaðarins við Þýskaland og Slóvakíu.

Þriðji sigurinn í röð hjá strákunum

Selfoss sigraði Stjörnuna í 12.umferð í Olísdeildinni nú í kvöld. Selfyssingar byrjuðu að krafti og var mikil barátta í okkar mönnum, sú barátta skilaði 6 marka forskoti í hálfleik, 16-10.