05.08.2016
Selfyssingar sóttu þrjú afar góð stig í Breiðholtið þegar þeir heimsóttu Leikni í Inkasso-deildinni í gær.Strákarnir okkar yfirspiluðu heimamenn í leiknum og voru það JC Mack, Pachu og Ingi Rafn Ingibergsson sem skoruðu mörkin í 0-3 sigri.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Myndaveisla frá leiknum er á vef .Selfyssingar enn í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig en sækja hart að liðunum fyrir ofan sig.
05.08.2016
Hinn reyndi þjálfari Zoran Ivic mun ganga til liðs við handknattleiksdeild Selfoss á komandi tímabili og meðal annars starfa í þjálfarateymi kvennaliðs félagsins.
Að sögn Magnúsar Matthíassonar, formanns deildarinnar, eru viðræður við Ivic á lokastigi og verður samningur undirritaður á næstu dögum.
04.08.2016
Flautað verður til leiks í fyrstu leikjum á ÓB-mótinu 2016 klukkan 14.00 á morgun, þá verður spilað hraðmót til að getuskipta liðunum fyrir riðlakeppnina sem fer fram á laugardag og sunnudag.Hægt er að fylgjast með gangi mála á nýrri heimasíðu mótsins.
04.08.2016
Egill Blöndal undirbýr sig nú undir Evrópumeistaramót Juniora U21 eða keppendur yngri en 21 árs sem fer fram á Malaga á Spáni helgina 16.-17.
03.08.2016
Brúarhlaup Selfoss fer fram á laugardag í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Keppt er í 5 og 10 km hlaupi, 2,8 km skemmtiskokki og 800 metra Sprotahlaupi.
02.08.2016
Knattspyrnudeild Selfoss hefur komist að samkomulagi við Teo Tirado og Daniel Hatfield um að þeir hætti að leika með liði félagsins í Inkasso-deildinni í knattspyrnu.Daniel hefur samið við félag í Englandi en Teo þarf að fara heim af fjölskylduástæðum.Teo spilaði 16 leiki fyrir Selfoss í sumar í deild og bikar og skoraði fjögur mörk.
02.08.2016
Selfyssingar gerðu jafntefli við Keflvíkinga í þrettándu umferð Inkasso-deildarinnar í gær en liðin mættust á JÁVERK-vellinum á Selfossi.Strákarnir okkar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en gestirnir fengu hins vegar besta færið þegar Vignir Jóhannesson, traustur markvörður okkar, varði vítaspyrnu gestanna afar glæsilega.
02.08.2016
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri stendur þessa dagana í ströngu í Danmörku þar sem það tekur þátt í Evrópumótinu í handbolta.
29.07.2016
Axel Stefánsson nýr landsliðsþjálfari í handbolta hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp sem mun æfa í Reykjavík vikuna 7.-12. ágúst.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið í landsliðinu og spilað 15 leiki fyrir Ísland en Katrín Ósk Magnúsdóttir er nú valin í A-landslið í fyrsta sinn.Sannarlega góðar fréttir fyrir stelpurnar og ekki síður fyrir handknattleiksdeild Selfoss.MM.
29.07.2016
Þrír Selfyssingar eru í æfingahóp sem Maksim Akbashev þjálfari u-14 ára landsliðs karla hefur valið til æfinga í Valshöllinni helgina 19.-21.