Elvar Örn og Grétar Ari á leið á EM

Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Grétar Ari Guðjónsson eru meðal 20 leikmanna U-20 ára landsliðs karla sem æfa nú á fullu fyrir EM sem fram fer í Danmörku í júlí og ágúst. Ísland er þar í riðli með Rússlandi, Slóveníu og Spáni.Liðið tók þátt í æfingamóti í Sviss í lok júní og mætti heimamönnum í Sviss í fyrsta leik þar sem.

Skráning hafin á Unglingalandsmótið

Opnað hefur verið fyrir skráningar á sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald.

Egill og Úlfur keppa í Evrópu

Júdómenn frá Selfossi hafa verið og verða á ferð og flugi um Evrópu í júlí. Úlfur Böðvarsson, sem býr núna og æfir í Danmörku, keppti seinasta laugardag á í sem haldið var í Finnlandi.

Selfyssingar í undanúrslit

Selfyssingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu eftir 0-2 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í gær. Pachu skoraði fyrra mark Selfyssinga á tíundu mínútu úr vítaspyrnu en seinna markið sem kom korteri fyrir leikslok var sjálfsmark.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Dregið var í undanúrslitin í hádeginu í dag og taka Selfyssingar á móti bikarmeisturum Vals miðvikudaginn 27.

Glæsilegur árangur á Gautaborgarleikunum

Gautaborgarleikarnir 2016 fóru fram í Svíþjóð helgina 1.-3. júlí. Stór hópur frá frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss tók þátt í leikunum eða 28 keppendur ásamt hópi foreldra og þjálfara, alls 40 manns.Keppendur náðu mjög góðum árangri á mótinu og litu margar og góðar bætingar dagsins ljós.

Úti í Eyjum er bikarævintýri

Bikarævintýri stelpnanna okkar er úti þetta árið eftir stórtap gegn ÍBV, 5-0 á útivelli, í fjórðungsúrslitum í gær. ÍBV tók frumkvæði í leiknum strax frá fyrstu mínútu og leiddi með þremur mörkum í hálfleik.

Jóhanna Helga til liðs við Selfoss

Hornamaðurinn knái Jóhanna Helga Jensdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss um að spila með liðinu næsta vetur.Jóhanna Helga er öflugur leikmaður sem mun án efa styrkja hópinn fyrir átökin næsta vetur.  Jóhanna sem er tvítug að aldri kemur frá FH, þar áður spilaði hún með hinu Hafnarfjarðaliðinu Haukum en er uppalinn hjá Aftureldingu.Hún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og er kærkominn fengur fyrir félagið og væntir handknattleiksdeild mikils af henni, eins og öðrum leikmönnum.Á myndinni má sjá Jóhönnu Helgu (fyrir miðju) ásamt Guðrúnu Hrafnhildi Klemenzdóttur og Magnúsi Matthíassyni úr stjórn deildarinnar.

Skortur á baráttu gegn norðanmönnum

Selfyssingar lutu í gras 0-2 gegn KA í Inkasso-deildinni í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi í gær og komu bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik.

Ný námskeið að hefjast hjá Selfoss

Nýtt tveggja vikna námskeið í Íþrótta- og útivistarklúbbnum (fyrir börn fædd 2006-2011) hefst mánudaginn en klúbburinn er staðsettur í Vallaskóla.Allar nánari upplýsingar og skráningar má fá í netfanginu eða í síma 698-0007.

Sannfærandi sigur Selfyssinga

Stelpurnar okkar lyfti sér upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með sannfærandi 2-0 sigri gegn FH á heimavelli í gær. Það voru Lauren Hughes og Magdalena Anna Reimus sem skoruðu mörk Selfyssinga hvort í sínum hálfleiknum.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfoss hefur níu stig í fjórða sæti deildarinnar eftir sex umferðir.