Vel heppnað HSK mót

Um liðna helgi fór HSK mótið í taekwondo fyrir árið 2015 fram í Iðu en mótinu, sem upphaflega átti að fara fram í desember, var frestað vegna óveðurs og ófærðar og var því haldið í janúar 2016.Keppt var í þremur greinum þ.e.

Krónu-mótið fer fram um helgina

Um helgina verður Krónu-mótið fyrir yngra árið í 5. flokki drengja haldið á Selfossi. Mótið ber nafn sem er einn helsti styrkaraðili hins öfluga yngri flokka starfs á Selfossi.Þátttökulið eru 25 þar af er Selfoss með þrjú lið eða fleiri en nokkurt annað félag.

Alexander í úrtaki U16

Selfyssingurinn Alexander Hrafnkelsson hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 ára landsliðs karla. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 ára landsliðs Íslands.

Egill og Grímur í verðlaunasætum á RIG

Selfyssingarnir Egill Blöndal og Grímur Ívarsson kepptu á Alþjóðlega Reykjavíkurmótinu í júdó á laugardag en það er hluti af Reykjavík International Games (RIG) sem nú standa yfir.Egill komst í úrslit í -90 kg flokki þar sem hann tapaði fyrir hinum öfluga Jiri Petr frá Tékklandi.

Knattspyrnuskóli Coerver í Hveragerði

Knattspyrnuskóli Coerver verður með flott tækninámskeið fyrir alla yngri flokka í knattspyrnu í Hamarshöllinni í Hveragerði um helgina. Allar upplýsingar í auglýsingu sem fylgir fréttinni.

Stórsigur Selfyssinga gegn Fjölni

Selfoss fékk Fjölni í heimsókn í Olís deild kvenna í gær. Selfoss hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddi í hálfleik 20-8. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum og urðu lokatölur 39-22.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 9 mörk, Steinunn Hansdóttir skoraði 7, Kara Rún Árnadóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 5, Elena Elísabet Birgisdóttir 4 og Adina Ghidoarca, Hildur Öder Einarsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu allar 3 mörk.Eftir leikinn er Selfoss í sjöunda sæti með 20 stig aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni sem er sæti ofar.

Vorfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ hefst 8. febrúar

Vorfjarnám 1. og 2. stigs mun hefjast mánudaginn 8. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar.

Fjórir Selfyssingar keppa á Reykjavík Júdó Open

Reykjavík Júdó Open fer fram í Laugardalshöllinni á laugardag og hefst kl. 10:00 með forkeppni sem lýkur um kl. 13.00. Brons og úrslitaviðureignir hefjast svo kl.

Selfyssingar mæta Gróttu eftir sigur á FH

Selfoss sótti sanngjarnan sigur gegn FH í Kaplakrika í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta í gær.Selfoss var sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum 28-24 eftir að hafa leitt í hálfleik 11-16.

Á annað hundrað keppenda á HSK mótunum í frjálsum 11 ára og eldri

Aldursflokkamót 11-14 ára, Unglingamót HSK og Héraðsmót HSK fullorðinna fóru öll fram í Kaplakrika sunnudaginn 10. janúar 2016. Þetta var í fyrsta sinn sem prófað var að halda öll mótin sama dag og við fyrstu sýn virðist vel hafa tekist til.