Selfyssingar á landsliðsæfingum

Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk úr sjö skotum og var markahæstur hjá U-16 ára landsliði Íslands sem tók á móti 18 ára liði Grænlands um helgina.Þá tók Elvar Örn Jónsson þátt í æfingum U-20 landsliðsins og Teitur Örn Einarsson hjá U 18 ára liðinu en þar voru einnig Selfyssingarnir Örn Östenberg og Bjarni Ófeigur Valdimarsson.Það var Örn Þrastarson sem smellti mynd af bróður sínum að loknum leik gegn Grænlendingum.

Íslandsmet, þrjú HSK met og 26 verðlaun

Frjálsíþróttadeild Selfoss gerði um helgina góða ferð á Gaflarann sem er opið frjálsíþróttamót fyrir 10-14 ára. Mótið í ár var gríðarlega stórt, yfir 300 keppendur og greinilegt að frjálsar íþróttir eru vaxandi grein.Mjög mikið var um persónulegar bætingar hjá krökkunum okkar á mótinu og lofar það góðu fyrir framhaldið.Besta afrek okkar var án efa í 4x200 metra boðhlaupi 13 ára pilta en þeir settu glæsilegt Íslands- og HSK met á tímanum 1:52,62 mín og bættu Íslandsmetið um nærri 2 sekúndur.Hrefna Sif Jónasdóttir bætti HSK metið í 400 metra hlaupi um rúmar 5 sekúndur er hún hljóp á 71,91 sekúndu og Dagur Fannar Einarsson bætti einnig HSK met í 400 metra hlaupi 13 ára pilta sem hann hljóp á 60,12 sekúndum.Alls unnu Selfyssingar til næstflestra verðlauna á mótinu, samtals 26, ellefu gullverðlaun, níu silfurverðlaun og sex bronsverðlaun.Dagur Fannar Einarsson, 13 ára sigraði í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og boðhlaupi.Hákon Birkir Grétarsson, 13 ára sigraði í hástökki og boðhlaupi, fékk silfur í kúluvarpi, 60 m og 400 m hlaupum.Vilhelm Freyr Steindórsson, 13 ára sigraði í kúluvarpi og varð þriðji í hástökki.Jónas Grétarsson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð þriðji í 60 m og 400 m hlaupum.Tryggvi Þórisson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð annar í hástökki.Valgerður Einarsdóttir, 13 ára sigraði í hástökki.Hildur Helga Einarsdóttir, 13 ára sigraði í kúluvarpi.Sæþór Atalson, 11 ára sigraði í kúluvarpi.Rúrik Nikolai Bragin, 10 ára sigraði í langstökki og skutlukasti.Daði Kolviður Einarsson, 10 ára sigraði í 60 m hlaupi og varð annar í skutlukasti.Hrefna Sif Jónasdóttir, 11 ára varð önnur í langstökki og 400 m hlaupi.Bríet Bragadóttir, 13 ára varð önnur í 400 m hlaupi og þriðja í 60 m hlaupi.Helga Margrét Óskarsdóttir, 14 ára varð þriðja í kúluvarpi.Hreimur Karlsson, 10 ára varð þriðji í 60 m hlaupi og langstökki.Öll úrslit mótsins eru á .---Íslandsmetarhaf í 4 x 200 metra hlaupi Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas. Ljósmynd: Umf.

Ólöf þriðja í formum

Selfoss telfdi fram einum keppanda á Íslandsmótinu í formum (poomsae) sem haldið var í seinasta mánuði. Það var Ólöf Ólafsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og hreppti bronsverðlaun fyrir formin sín.

Tap í Suðurlandsslag

Selfossstelpur mættu í dag ofjörlum sínum þegar þær tóku á móti liði ÍBV.  Leikurinn fór þó vel af stað og leiddu Selfyssingar að loknum 15 mínútum 7-6.  En þá fór að síga á ógæfuhliðina og leiddu Eyjapæjur 12-18 í hálfleik.  Ljóst að seinni hálfleikur yrði erfiður enda allir leikmenn ÍBV að spila vel.Eitthvað náðu Selfyssingar að klóra í bakkann í seinni hálfleik en þó aldrei nóg til að eiga möguleika á að ógna liði ÍBV að einhverju leiti.Selfossstelpur sýndust á köflum ráðlausar í leik sínum og oft virtist sem engin svör væri að finna hjá þjálfarateyminu við vel útfærðum aðgerðum Eyjastúlkna.Eigi að síður margt jákvætt í leiknum sem hægt er að byggja á.  Hanna sem var frekar sein í gang negldi inn 11 mörkum í leiknum og barðist um hvern bolta, Carmen var með 7 mörk og Adina 4.  Gaman síðan að sjá Kristrúnu og Hildi vera aftur komnar í liðið eftir löng meiðslahlé.  Markmenn liðsins áttu einnig ágætis kafla og voru með samtals 36% markvörslu.Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Stjörnunni næsta laugardag.Markaskorun: Hrafnhildur Hanna 11 Carmen 7 Adina 4 Kristrún 3 Hildur Öder 2 Kara Rún 2 Perla Ruth 1Markvarsla: Áslaug Ýr varði 6 bolta (19%) Katrín Ósk varði 10 bolta (53%)MM

Fréttabréf UMFÍ

Gleði og góður andi á unglingamóti HSK

Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss síðastliðinn sunnudag. Keppt var í þremur aldursflokkum iðkenda 14 ára og yngri.

Tveir Selfyssingar í úrtakshóp 2001

Selfyssingarnir Sigríður Lilja Sigurðardóttir og Barbára Sól Gísladóttir tóku um helgina þátt í úrtaksæfingum stúlkna af Suður- og Vesturlandi fæddar 2001.

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Flugfélag Íslands hafa undirritað nýjan samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna.

Coca Cola bikarkeppni HSÍ

Dregið hefur verið í Coca Cola bikarkeppni HSÍ.Stelpurnar í meistaraflokki mæta FH í Hafnarfirði í 16 liða úrslitum. Strákarnir í meistaraflokki mæta Fjölni í Grafarvoginum í 16 liða úrslitum, en Selfoss sló út b lið Vals í 32 liða úrslitum.2.flokkur kk fer til Reykjavíkur og spilar við Þrótt3.

Útisigur á ÍR

Selfossstelpur mættu liði ÍR í Olísdeildinni í dag.  Fyrir leikinn sat lið Breiðyltinga í næstneðsta sæti deildarinnar á meðan Selfoss var í því sjötta, af 14 liðum.Jafnt var eftir 10 mín leik 5-5 og ljóst að ÍR-stúlkur ætluðu að selja sig dýrt í þetta skiptið, þeim varð ekki kápan úr því klæðinu enda Selfossstelpur á þeim buxunum að sækja sigur í Breiðholtinu og tóku þær því forystuna með auknum hraða í leiknum þar sem nokkur hraðaupphlaup skiluðu góðum mörkum.Staðan í hálfleik 10-18.  Selfossstelpur slökuðu aðeins á í síðari hálfleik en þó var sigurinn gegn fastspilandi borgarbörnum aldrei í hættu enda fór svo að sigur hafðist 27-32.Næsti leikur liðsins er á heimavelli nk.