Kjartan hefur lagt flautunni – Leitað að nýjum dómurum

Síðastliðið ár lagði Kjartan Björnsson dómaraflautuna á hilluna eftir 31 árs farsælt starf í þágu knattspyrnudeildar Selfoss. Verður honum seint fullþakkað sitt framlag.Nú er komið að því að fylla skarð hans en árið 2015 vill knattspyrnudeildin leggja aukna áherslu á góða dómgæslu og leitar að áhugasömu fólki til að dæma fyrir félagið.Knattspyrnudeild Selfoss heldur unglingadómaranámskeið í mars 2015 og eru allir sem hafa áhuga hvattir til að mæta.Við óskum eftir því að áhugasamir einstaklingar gefi sig fram við okkur og komi með í verkefnið svo við getum stækkað dómaralistann okkar og haldið áfram að byggja á jafnrétti, aga og gæðum í allri umgjörð kappleikja á JÁVERK-vellinum.Hægt er að skrá sig í netfangið eða í síma 867 1461.grb---Kjartan skilaði flautunni í seinasta sinn. Ljósmynd: Umf.

Egill og Þór keppa í Varsjá

Á morgun, 1. mars, verða fimm íslenskir keppendur á meðal þátttakenda á European Judo Open í Varsjá sem er eitt sterkasta mótið sem haldið er í Evrópu ár hvert og eitt af þeim mótum sem gefa stig á heimslistann.

Tvenn verðlaun á Matsumae Cup

Matsumae Cup 2015 fór fram í Vejle í Danmörku helgina 14.-15. febrúar og voru þrír keppendur frá Júdódeild Selfoss, þeir Þór Davíðsson, Egill Blöndal og Grímur Ívarsson.

Stelpurnar hefja leik í Lengjubikar

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hefja leik í þegar þær mæta norðankonum í Þór/KA í Akraneshöllinni á morgun, laugardag, klukkan 16:00.Um seinustu helgi léku strákarnir annan leik sinn í keppninni þegar þeir töpuðu 3-1 fyrir Pepsi-liði Víkings.

Góð framistaða á Góumótinu

Sunnudaginn 22. febrúar var Góumótið haldið í Reykjavík, en það er ætlað keppendum yngri en 11 ára. Júdódeild Selfoss sendi sjö keppendur á mótið sem voru sjálfum sér og félagi sínu til mikils sóma.Á myndinni eru þessir upprennandi glímukappar með þjálfurunum sínum.þþ.

Ævintýraferð á Akureyri

Meistaraflokkar Selfoss fóru í ævintýraferð á WOW-mótið í hópfimleikum á Akureyri um seinustu helgi. Liðin uppskáru silfur og brons á mótinu.Lið Selfoss mix í fullorðinsflokki uppskar silfur með 48,432 stig og voru rétt á eftir liði Stjörnunnar sem skoraði 49,699 stig.

Þrír Íslandsmeistarar saman í bekk

Það vill svo skemmtilega til að þrír krakkar úr 7. SKG í Vallaskóla urðu á dögunum Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum. Hákon Birkir (t.h.) sigraði í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og hástökki en Hildur Helga og Vilhelm Freyr sigruðu í kúluvarpi.

Æfingar falla niður

Æfingar meistaraflokka karla og kvenna í handbolta auk æfinga hjá 3. flokki kvenna og 2. flokki karla falla niður seinnipartinn í dag vegna jarðarfarar Einars Öder Magnússonar.Fráfall Einars snertir marga innan Handknattleiksdeildarinnar en öll fjögur börn Einars heitins og Svönu æfa hjá deildinni.

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar 2015

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 5. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnirFrjálsíþróttadeild Umf.

Suðurlandsslagur hjá 3. flokki kvenna

Eins og fram hefur komið þá mun þriðji flokkur kvenna í handbolta leika til úrslita í Coca Cola bikarnum. Stelpurnar mæta sterku liði ÍBV og mun leikurinn fara fram í Laugardalshöllinni, sunnudaginn 1.