23.09.2014
Stelpurnar okkar sóttu FH heim í Kaplakrika í gær. Það var nokkurt jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Selfyssingar þó ívið sterkari og leiddu í hálfleik 1-0 með marki Evu Lindar Elíasdóttur.
23.09.2014
Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi á föstudag og laugardag. Þema ráðstefnunnar í ár er gleði, styrkur og afrek.Fyrirlesarar eru Ingi Þór Einarsson kennari við HÍ, Reynar Kári Bjarnason frá Lífi og sál, Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálfari og afrekskona í frjálsum íþróttum, Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara ÍBV og aðstoðarlandsliðsþjálfari í handbolta og Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu.Sunnlenskir þjálfarar eru hvattir til að skrá sig á þessa skemmtilegu og fræðandi ráðstefnu.
22.09.2014
Íslendingar unnu stórsigur á Serbum 9-1 á Laugardalsvelli á miðvikudag í seinustu viku. Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir Ísland og skoraði tvö mörk.
22.09.2014
Selfoss lauk leik í 1. deild karla í knattspyrnu á laugardag. Selfoss sótti Grindavík heim og mátti þola 4-1 tap. Það var Ragnar Þór Gunnarsson sem kom Selfyssingum yfir en það dugði skammt.
22.09.2014
Keppni í Olísdeildinni í handbolta hófst á laugardag þegar Selfyssingar heimsóttu Fram í Framhúsið í Safamýri.Það var við ramman reip að draga og unnu Framarar öruggan tólf marka sigur 33-21 eftir að staðan í hálfleik var 18-10.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var langatkvæðamest Selfyssinga með 14 mörk, Carmen Palamariu skoraði 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2 og Elena Birgisdóttir 1 mark.Næsti leikur er á heimavelli gegn FH á þriðjudag og hefst kl.
22.09.2014
Fimleikadeild Selfoss hefur ráðið til sín danskan þjálfara í fullt starf. Hann heitir Mads Pind Jensen er 21 árs og kemur frá Danmörku.
21.09.2014
Báðir meistaraflokkarnir í handbolta spiluðu sinn fyrsta leik á tímabilinu um helgina.Strákarnir byrjuðu á heimaleik og unnu góðan sigur á Hömrunum frá Akureyri 29-20.
19.09.2014
Í vikunni tóku júdókapparnir Egill Blöndal, Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson þátt í landsliðsæfingum fyrir Opna sænska mótið í aldursflokkunum U18 (15-17 ára) og U21 (15-20) sem haldið verður 27.
18.09.2014
Handboltavertíðin rúllar formlega af stað á morgun, föstudaginn 19. september, þegar meistaraflokkur karla tekur á móti Hömrunum í 1.
18.09.2014
Íþróttaskóli barnanna er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla á Selfossi. Kennt er á sunnudögum í tveimur hópum.Fyrri hópurinn er frá 10:00-10:50 fyrir börn fædd 2012 og 2013.Seinni hópurinn er frá 11:00-11:50 fyrir börn fædd 2010 og 2011.Skráning fer fram á staðnum.