Átta Sunnlendingar í úrvalshóp FRÍ

Átta iðkendur frjálsíþróttadeildar Selfoss sóttu landsliðsæfingar úrvalshóps FRÍ í gær.Mikill metnaður var á æfingunum en sérhæfðir þjálfarar voru með hverja grein á morgunæfingu.

17 Selfyssingar með landsliðum Íslands

Nú er að skella á landsliðsverkefni hjá flestöllum yngri landsliðum og A-landsliði karla.A-landslið karla tekur á móti Norður-Makedóníu nú í vikunni eins og áður hefur verið nefnt og með liðinu eru þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson.

Annað sætið tryggt með sigri á Stjörnunni

Selfoss gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna með 16 mörkum í lokaleik sínum í Olísdeild karla í TM-höllinni í gær.Það var ljóst frá upphafi hvoru megin sigurinn myndi enda, Selfoss var með leikinn í höndum sér frá A til Ö og Stjörnumenn sýndu litla mótspyrnu, staðan í leikhléi var 4-15.  Selfoss gat leyft sér að hvíla menn og yngri kynslóðin fékk sínar mínútur, öruggur sigur í höfn, 16-32 og allir útileikmenn Selfoss skoruðu í leiknum!Mörk Selfoss: Nökkvi Dan Elliðason 5, Elvar Örn Jónsson 4, Hannes Höskuldsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hergeir Grímsson 3, Haukur Þrastarson 3/1, Guðni Ingvarsson 2, Alexander Egan 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Sverrir Pálsson 1 og Ari Sverrir Magnússon 1/1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 14 (56%) og Pawel Kiepulski 4 (50%).Nánar er fjallað um leikinn á  og .Olísdeildinni er eins og áður sagði lokið og endanleg niðurstaða komin í mótið.  Selfoss endar með 34 stig og í öðru sæti, jafnir Haukum sem eru yfir á innbyrðis viðureignum liðanna í vetur.  Þetta er jöfun á besta árangri Selfoss frá því í fyrra.  Næst á dagskrá hjá strákunum er smá hlé á meðan landsliðið tekur tvo leiki, á miðvikudag í Laugardalshöll og á sunnuag úti.  Báðir leikirnir eru gegn Norður-Makedóníu.  Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson eru báðir í 20 manna hóp sem Gummi valdi á dögunum.  Að því loknu hefst svo úrslitakeppnin, fyrsti leikur verður væntanlega laugardaginn 20.

Fréttabréf UMFÍ

Aðalfundur Umf. Selfoss 2019

Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, í kvöld, fimmtudaginn 4. apríl, og hefst klukkan 20:00.Hér fyrir neðan má finna fundargögn sem ekki verður dreift á fundinum.

Selfyssingar í eldlínunni með landsliðum Íslands!

Þau Barbára Sól Gísladóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Guðmundur Tyrfingsson eru öll búin að vera að leika fyrir Íslands hönd síðustu vikurnar.Áslaug Dóra lék með U17 ára landsliði kvenna á Ítalíu í lok mars mánaðar í milliriðli undankeppni EM 2019.

Öruggur sigur á Gróttu

Það má loksins segja það að Selfoss hafi unnið öruggan sigur, það gerðist þegar liðið vann Gróttu í Hleðsluhöllinni í kvöld með níu mörkum, 29-20.Það var nokkuð ljóst í hvað stefndi strax í byrjun leiks, Selfoss komst 4-0 yfir og 8-1 skömmu seinna.

Góður árangur á Vormóti JSÍ

Það voru rúmlega áttatíu keppendur sem tóku þátt í vel heppnuðu Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum sem fór fram á Akureyri í mars.Sjö Selfyssingar kepptu á mótinu og náðu prýðisgóðum árangri.

Sigur í síðasta leik

Stelpurnar léku sinn síðasta leik í Olísdeildinni á þessu tímabili í kvöld, en liðið sigraði HK í Digranesi með 6 mörkum, 24-30.  Stelpurnar skoruðu fyrsta mark leiksins, en HK jöfnuðu, en eftir 5 mínútur var staðan í síðasta skipti jöfn í leiknum, 2-2.  Selfoss stúlkur sigldu framúr jafnt og þét þar til munurinn var orðinn 5 mörk, hann hélst svo þannig síðustu mínútur fyrri hálfleiks.  Hálfleikstölur voru 11-16.  Í síðari hálfleik virtist sigurinn aldrei vera í hættu, munurinn fór upp í 8 mörk mest.  Þá komu HK stúlkur með áhlaup og náðu að minnka muninn niður í 3 mörk þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum.  Selfoss gaf þá aftur í  og endaði eins og áður sagði með sigri, 24-30.Það var þó ljóst fyrir 2 umferðum síðan að Selfoss væru að fara að kveðja Olísdeildina að sinni, enda einu stigi fyrir neðan HK þrátt fyrir sigur í síðust tveim leikjum tímabilsins.  Sárgrætilegt þegar horft er á alla þessa leiki sem duttu ekki með stelpunum okkar, margir staðir sem þetta eina stig sem upp á vantaði í lokin hefðu getað komið frá.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 13/4, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Sarah Boye 2, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 6 (20%)Nánar er fjallað um leikinn á  Leikskýrslu má sjá Tímabilinu er því formlega lokið hjá stelpunum, það fór ekki eins og við vonuðumst eftir.  Við komum tvíefldar til baka í Grill66 deildinni í haust.  Áfram Selfoss!!Mynd: Hópmynd af liðinu eftir leikinn í kvöld.

Alexander Egan framlengir við Selfoss

Örvhenti hornamaðurinn Alexander Már Egan hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Alexander er uppalinn Selfyssingur og spilaði sinn 100.