10.04.2019
Fyrsta Grýlupottahlaup ársins 2019 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 6. apríl. Þátttakendur voru um eitt hundrað í þessu skemmtilega 50 ára gamla hlaupi sem nýtur sífelldra vinsælda meðal Selfyssinga.
09.04.2019
Á aðalfundi Ungmennafélags Selfoss sem fram fór í félagsheimilinu Tíbrá þann 4. apríl sl. var Guðmundur Kr. Jónsson kjörinn heiðursfélagi Umf.
09.04.2019
Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt við Selfoss til tveggja ára. Eru þetta mjög svo ánægjulegar fréttir enda var Atli Ævar einn besti línumaðurinn í Olísdeildinni í vetur og skorað þar 81 mark. Handknattleiksdeildin er ánægð með að halda þessum öfluga leikmanni innan sinna raða og verður hann án efa áfram einn af lykilmönnum liðsins.
08.04.2019
Átta iðkendur frjálsíþróttadeildar Selfoss sóttu landsliðsæfingar úrvalshóps FRÍ í gær.Mikill metnaður var á æfingunum en sérhæfðir þjálfarar voru með hverja grein á morgunæfingu.
07.04.2019
Nú er að skella á landsliðsverkefni hjá flestöllum yngri landsliðum og A-landsliði karla.A-landslið karla tekur á móti Norður-Makedóníu nú í vikunni eins og áður hefur verið nefnt og með liðinu eru þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson.
07.04.2019
Selfoss gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna með 16 mörkum í lokaleik sínum í Olísdeild karla í TM-höllinni í gær.Það var ljóst frá upphafi hvoru megin sigurinn myndi enda, Selfoss var með leikinn í höndum sér frá A til Ö og Stjörnumenn sýndu litla mótspyrnu, staðan í leikhléi var 4-15. Selfoss gat leyft sér að hvíla menn og yngri kynslóðin fékk sínar mínútur, öruggur sigur í höfn, 16-32 og allir útileikmenn Selfoss skoruðu í leiknum!Mörk Selfoss: Nökkvi Dan Elliðason 5, Elvar Örn Jónsson 4, Hannes Höskuldsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hergeir Grímsson 3, Haukur Þrastarson 3/1, Guðni Ingvarsson 2, Alexander Egan 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Sverrir Pálsson 1 og Ari Sverrir Magnússon 1/1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 14 (56%) og Pawel Kiepulski 4 (50%).Nánar er fjallað um leikinn á og .Olísdeildinni er eins og áður sagði lokið og endanleg niðurstaða komin í mótið. Selfoss endar með 34 stig og í öðru sæti, jafnir Haukum sem eru yfir á innbyrðis viðureignum liðanna í vetur. Þetta er jöfun á besta árangri Selfoss frá því í fyrra. Næst á dagskrá hjá strákunum er smá hlé á meðan landsliðið tekur tvo leiki, á miðvikudag í Laugardalshöll og á sunnuag úti. Báðir leikirnir eru gegn Norður-Makedóníu. Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson eru báðir í 20 manna hóp sem Gummi valdi á dögunum. Að því loknu hefst svo úrslitakeppnin, fyrsti leikur verður væntanlega laugardaginn 20.
04.04.2019
Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, í kvöld, fimmtudaginn 4. apríl, og hefst klukkan 20:00.Hér fyrir neðan má finna fundargögn sem ekki verður dreift á fundinum.
04.04.2019
Þau Barbára Sól Gísladóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Guðmundur Tyrfingsson eru öll búin að vera að leika fyrir Íslands hönd síðustu vikurnar.Áslaug Dóra lék með U17 ára landsliði kvenna á Ítalíu í lok mars mánaðar í milliriðli undankeppni EM 2019.
03.04.2019
Það má loksins segja það að Selfoss hafi unnið öruggan sigur, það gerðist þegar liðið vann Gróttu í Hleðsluhöllinni í kvöld með níu mörkum, 29-20.Það var nokkuð ljóst í hvað stefndi strax í byrjun leiks, Selfoss komst 4-0 yfir og 8-1 skömmu seinna.