Guðjónsdagurinn 2018

Laugardaginn 7. apríl síðastliðinn hélt knattspyrnudeildin upp á Guðjónsdaginn og fór Guðjónsmótið, firmamót í knattspyrnu fram í íþróttahúsinu Iðu.Hátt í 20 lið voru skráð til leiks og var mótið frábært í alla staðiHávarðr Ísfirðingur sendi syni sína til leiks og stóðu þeir uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi úrslitaleik við Team 84.Hið margverðlaunaða lið Myrru endaði mótið í 3.

Selfyssingar í eldlínunni með landsliðinu

Það er í nógu að snúast hjá Selfyssku landsliðsfólki í handbolta eins og svo oft áður. Sex Selfyssingar léku með A-landsliði karla um helgina í Gulldeildinni, æfingamóti sem haldið var í Noregi.

Bikarkeppni FRÍ | Kristinn Þór bikarmeistari

Laugardaginn 10. mars sl. fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands í fullorðinsflokki, í Kaplakrika. Keppt var í átta greinum í karla og kvennaflokki.

Anna María framlengir til tveggja ára

Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára. Anna María, sem er 26 ára gömul, er leikjahæsta knattspyrnukona félagsins frá upphafi en hún hefur leikið 215 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss frá árinu 2009, þar af 80 í Pepsi-deildinni.  Anna María tók við fyrirliðabandinu á Selfossi á síðasta keppnistímabili þegar Selfoss lék í 1.

Landsbankinn styrkir handboltann með stolti

Landsbankinn og Handknattleiksdeild Umf. Selfoss framlengdu á dögunum samstarfssamning sinn um rúmlega eitt ár. Markmið samningsins er að efla íþrótta- og forvarnarstarf handknattleiksdeildar Selfoss. Landsbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar um árabil og er deildin gríðarlega ánægð með að samninginn og vonar að samstarfið verði farsælt líkt og síðustu ár.   Mynd: Einar Sindri Ólafsson og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson frá handknattleiksdeild Selfoss og Gunnlaugur Sveinsson og Helga Guðmundsdóttir frá Landsbankanum á Selfossi.

Starfsfólk í íþrótta- og útivistarklúbbinn

Eins og undanfarin ár verður Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir öll börn fædd 2008-2012, í fullum gangi í sumar. Klúbburinn er starfræktur á vegum Ungmennafélags Selfoss í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.Klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumarnámskeið fyrir hressa krakka. Markmið námskeiðanna er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap.

Emma Higgins í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur gert eins árs samning við markvörðinn Emmu Higgins, sem kemur til félagsins frá Grindavík. Emma er reyndur markvörður en hún er einnig markvörður Norður-Írska landsliðsins.

Silfur hjá U-16 á Vrilittos Cup

U-16 ára landslið Íslands lenti í öðru sæti á Vrilittos Cup í Aþenu um helgina eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Króötum. Þeir Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson og Reynir Freyr Sveinsson eru allir í lykilhlutverkum í liðinu og stóðu sig gríðarlega vel, Reynir Freyr skoraði 11 mörk, Ísak 9 og Tryggvi 6 mörk.Einnig er Örn Þrastarson aðstoðarþjálfari liðsins og Mílan-drengurinn Ketill Heiðar Hauksson sjúkraþjálfari liðsins. Við óskum strákunum að sjálfsögðu til hamingju með silfrið Úrslit leikjanna Ísland 26 - 28 Bosnía & Hersegóvína Ísland 28 - 21 Rúmenía Ísland 26 - 25 Króatía Undanúrslit: Ísland 25 - 24 Ísrael Úrslit: Ísland 20 - 21 Króatía.

Fyrst og fremst ætlum við að verða betri í handbolta

Meistaraflokkur kvenna lauk keppni í Olísdeild kvenna um miðjan marsmánuð. Þær höfnuðu í 6.sæti deildarinnar með 9 stig eftir fjóra sigurleiki, eitt jafntefli og 16 tapleiki.

Úrvalshópur FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands velur tvisvar sinnum á ári úrvalshóp úr hópi unglinga 15-19 ára þar sem markmiðið er að skapa umhverfi þar sem íþróttir snúast um meira en bara keppni og árangur.