Perla með landsliðinu gegn Slóveníu

Íslenska A-landsliðið mætti Slóveníu í tveimur leikjum í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Frakklandi í lok árs. Perla Ruth Albertsdóttir er í landsliðshópnum.Fyrri leikurinn fór fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 21.mars.

Selfoss mun ekki áfrýja úrskurðinum

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss lýsir undrun sinni yfir þeirri niðurstöðu dómstólsins að félagið eigi ekki aðild að kæru vegna mistaka í framkvæmd leiks sem brjóta klárlega í bága við leikreglur HSÍ og hafa afgerandi áhrif á lokaniðurstöðu deildarkeppni Olisdeildarkeppni karla 2017 -2018.  Ótvírætt er að félagið hefur lögmæta hagsmuni af niðurstöðu málsins og uppfyllir þar með skilyrði 33.

Yfirlýsing vegna kæru leiks Fram og ÍBV

Stjórn handknattleiksdeildar Umf. Selfoss ákvað á fundi hinn 22. mars sl. að kæra framkvæmd leiks Fram og ÍBV  sem fram fór 21. mars sl.  Af upptökum sem birst hafa opinberlega af leiknum er ljóst að ÍBV tefldi fram of mörgum leikmönnum á síðustu sekúndum leiksins, sbr. Af leikreglum HSÍ er ljóst að refsing við broti sem þessu er brottvísun leikmanns og vítakast til handa mótherja.Kröfur kæranda eru að endurteknn verði sá leiktími sem var eftir þegar hið kærða atvik átti sér stað en til vara að leikurinn verði spilaður aftur í heild sinni. Úrslit leiksins ráða því hvort ÍBV eða Umf.

Teitur endar markahæstur í deildinni

Teitur Örn Einarsson endar sem markakóngur Olísdeildar karla 2018 en hann skoraði 159 mörk í 22 leikjum, að meðaltali 7,23 mörk í leik.Á eftir honum kemur Fjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson með 154 mörk og síðan eru þeir Einar Rafn Eiðsson, Hákon Daði Styrmisson og Óðinn Þór Ríkharðsson, allir með 137 mörk.

2. sætið tryggt eftir sigur í síðasta leik í deildinni

Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi, 37-26, í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Deildarmeistaratitillinn féll hins vegar í hendur Eyjamanna eftir dramatískan sigur þeirra á Fram.

Aðalfundur Umf. Selfoss 2018

Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, í kvöld, fimmtudaginn 22. mars, og hefst klukkan 20:00.Hér fyrir neðan má finna fundargögn sem ekki verður dreift á fundinum.

Guðjónsdagurinn 2018

Það er komið að því kæru vinir og félagar. Í ár eru 9 ár síðan að Guðjón Ægir Sigurjónsson vinur okkar kvaddi þennan heim, og til að halda minningu hans á lofti um ókomna tíð þá er komið að Guðjónsmótinu/Guðjónsdeginum 2018.

Sölvi og Guðjón framlengja

Þeir Sölvi Ólafsson og Guðjón Baldur Ómarsson hafa framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss. Sölvi Ólafsson framlengir um tvö ár en Guðjón Baldur um þrjú ár. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir deildina en strákarnir hafa báðir verið mikilvægur hluti liðsins í Olísdeildinni í vetur.

1., 2. og 4. sætið á bikarmóti fullorðinna í hópfimleikum

Helgina 17. - 18. mars síðastliðinn fór fram bikarmót fullorðinna í fimleikum. Mótið var haldið í Ásgarði, Garðabæ og var þar keppt í 2.

Ondo í Selfoss

Gilles Mbang Ondo hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Selfoss.Ondo er Íslandi vel kunnugur en hann spilaði í nokkur ár með Grindavík og vann meðal annars gullskóinn, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla, árið 2010.