Intersporthlaupið eins og vindurinn 1. maí

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn stendur fyrir Intersporthlaupinu eins og vindurinn þann 1. maí nk. og hefst það kl. 13:00. Vegalengdir eru 5 km og 10 km og er lengd 10 km hlaupsins löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ.10 km eru hlaupnir frá Intersporti (BYKO) á Selfossi um Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg. 5 km hlaupið hefst á Gaulverjabæjarvegi við Bár.

Með bakið upp við vegg

Fjölnir sigraði Selfoss í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deildinni sem fram fór á Selfossi í gær. Lokatölur leiksins urðu 20-23 eftir að staðan var 11-8 fyrir heimamenn í hálfleik.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Myndband af lokamínútum leiksins má finna á vefnum .Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Hergeir Grímsson skoraði 4, Andri Már Sveinsson 4/2, Elvar Örn Jónsson og Þórir Ólafsson 2 og Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Atli Kristinsson skoruðu sitt markið hvor.

Mikill fjöldi hljóp í Grýlupottahlaupi

Mikill fjöldi fólks hljóp annað Grýlupottahlaup ársins 2016 á Selfossvelli laugardaginn 23. apríl. Þátttakendur voru tæplega eitt hundrað og fimmtíu sem er frábær þátttaka. Vegalengd Grýlupottahlaupsins er 850 metrar.

Efnilegir krakkar á Landsbankamótinu

Krakkarnir í 7. flokki hjá stelpum og strákum stóðu sig heldur betur vel um helgina á Landsbankamótinu á Selfossi en um er að ræða fjölmennasta íþróttaviðburð sem haldinn er á Suðurlandi ár hvert og stærsta mót tímabilsins hjá flokknum.Framtíðin er björt hjá krökkunum í handboltanum.Allar ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum.

Stelpurnar stóðu sig vel á Húsavík

Stelpurnar á eldra ári í 6. flokki fóru til Húsavíkur um helgina og stóðu sig heldur betur vel. Lið 1 vann deildina sína taplausar með eitt jafntefli og fékk bikar.

Átröskun og líkamsímynd

Vekjum athygli á opnum hádegisfundi ÍSÍ miðvikudaginn 27. apríl nk. þar sem fjallað er um hver sé staða átröskunnar og líkamsímyndar á meðal íslensk íþróttafólks. Fundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.

Fræðslu- og skemmtidagur frjálsíþróttaráðs HSK

Frjálsíþróttaráð HSK býður iðkendum sínum á aldrinum 11-15 ára (fædd 2001-2005) til fræðslu- og skemmtidags á Selfossi laugardaginn 30.

Fjölnismenn sterkari í baráttuleik

Selfoss lá fyrir Fjölnismönnum í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís-deild. Mikil barátta var í leiknum enda mikið í húfi.Það var mikill hraði strax í byrjun og greinilega talsverð spenna hjá leikmönnum.

Selfyssingar handhafar allra titla í hópfimleikum annað árið í röð

Blandað lið Selfoss gerði sér lítið fyrir og sigraði á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem fram fór í Hafnarfirði um liðna helgi.

Fréttabréf UMFÍ