Grýlupottahlaup 6. apríl kl. 11.00

Grýlupottahlaupið hefst laugardaginn 6. apríl n.k.  Skráning fer fram í Tíbrá og hefst kl. 10.30.  Hlaupið er ræst af stað kl. 11.00.

2.flokkur endaði leiktíðina vel

Strákarnir í 2.flokki hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og oft beðið ósigur og þá ekki síst eftir að hafa gefið eftir síðustu mínútur leikjanna.

Selfoss-2 endaði með sigri

Selfoss-2 í 3. flokki mættum Haukum í lokaleik sínum í vetur í Strandgötu. Selfyssingar voru mun sterkari í leiknum og sigruðu 28-35.Jafnt var upp í 16-16 en þá gerðu Selfyssingar þrjú seinustu mörk fyrri hálfleiksins og 16-19 yfir.

Aðalfundur Fimleikadeildar Selfoss

Aðalfundur Fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 10. apríl kl. 21.00Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnirStjórnin.

4. flokkur tapaði lokaleiknum

4. flokkur eldri lék á sunnudag lokaleik deildarkeppninnar er þeir mættu Haukum í Strandgötu. Selfyssingar náðu sér aldrei í gang í leiknum og voru Haukamenn sterkari allan leikinn.

Tap gegn Stjörnunni hjá mfl.karla

Selfoss sótti Stjörnuna heim í lokaleik 1.deildarinnar á föstudaginn 22. mars. Selfoss var í mikilli baráttu um 4 sætið í deildinni ásamt Gróttu, þó voru möguleikarnir litlir fyrir leikinn.

3. flokkur lauk deildarkeppninni með sigri

3. flokkur karla fór í krefjandi verkefni á miðvikudag. Liðið mætti Aftureldingu á útivelli í leik þar sem baráttan var um sæti í úrslitakeppni.

Upphitun fyrir Stjarnan - Selfoss 1.deild karla

Á föstudaginn 22. mars fer fram lokaumferðin í 1.deild karla. Leikur þá Selfoss við Stjörnuna í Garðabænum klukkan 19:30. Von er á erfiðumleik gegn góðu Stjörnuliði.Stjarnan hefur átt gott tímabil hingað til, þeir komust í úrslitaleikinn í bikarnum eftir góðan sigur á Akureyri og töpuðu naumlega gegn ÍBV á mánudaginn í baráttunni um efsta sætið í fyrstu deildinni.

4. flokkur vann Gróttu með 21 marki

4. flokkur eldra ár (1997) mætti Gróttu á útivelli síðastliðinn þriðjudag. Unnu Selfyssingar þar algjöran stórsigur en lokatölur urðu 14-35.

Stefnumótunarfundi um gildi Umf. Selfoss frestað til 9. apríl

Fyrirhuguðum stefnumótunarfundi um gildi Umf. Selfoss sem var boðaður fimmtudaginn 21. mars kl. 20.00 hefur verið frestað til 9. apríl og hefst kl.