06.03.2012
Bikarmót í hópfimleikum var haldið hjá Stjörnunni laugardaginn 3. mars. Alls voru níu lið mætt til keppni. Selfoss átti lið í þremur flokkum og stóðu liðin sig öll mjög vel. Öll liðin höfnuðu í 2.
06.03.2012
Selfoss 2 í 3. flokki sigraði Gróttu á sunnudaginn líkt og A-liðið gerði. Leikurinn endaði 23-22 en Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn.Selfoss náði snemma í fyrri hálfleik þriggja marka forskoti en Grótta komst þá nær Selfyssingum og eins marks munur í hálfleik 13-12.
05.03.2012
Ekki náðist í Örn þjálfara til þess að fá nánari útlistun á því hvernig leikurinn þróaðist að þessu sinni og því verður að duga að segja frá úrslitunum.Miðað við lokatölurnar þá má ætla að bæði vörn og sókn hafi verið góð í leiknum í gær.Áfram Selfoss
05.03.2012
Mikið hefur verið um meiðsli í flokknum og þótt næstum allar hefðu verið með þá hafa fæstar þeirra nokkuð náð að æfa síðustu 3-4 vikur vegna meiðsla.
05.03.2012
Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn af miklu meiri krafti en okkar strákar og voru staðráðnir í því að sækja stig hingað á Selfoss. Varnarleikur okkar stráka var slakur í fyrri hálfleik og þar af leiðandi markvarslan einnig döpur.
05.03.2012
Fyrir stuttu urðu okkar menn í 2. flokki bikarmeistarar er þeir lögðu Valsmenn að velli 32 - 29. Í hálfleik var jafnt 15 - 15. Selfoss lék sterka vörn í leiknum og skynsama og vel útfærða sókn.
05.03.2012
Strákarnir í 2. flokki töpuðu heima í gær fyrir Gróttu 26 - 31, en okkar menn leiddu í hálfleik 16 - 11. Léku okkar menn sterka vörn lengi vel en því miður vantaði marga leikmenn í lið Selfyssinga.
05.03.2012
Strákarnir í meistaraflokki töpuðu sínum fyrsta leik frá því í nóvember á síðasta ári er Víkingur höfðu sigur. Tapaðist leikurinn með minnsta mun, 22 - 23, eftir að okkar menn leiddu í hálfleik 13 - 12.Selfyssingar stóðu sig vel í leiknum og hefðu átt að vinna.
03.03.2012
Selfyssingar mættu KR í 4. flokki karla í dag. Í Selfoss liðið vantaði tvo sterka pósta, þá Hergeir og Richard, sem voru frá vegna meiðsla en auk þeirra var Guðjón slappur og gat ekki beitt sér af fullu.
29.02.2012
Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið besti leikur liðsins í vetur, en sigur er sigur. Sóknarleikurinn var reyndar fínn á köflum og náðust nokkrar góðar opnanir í hornunum sem er alveg nýtt.