Skin og skúrir hjá strákunum
03.10.2016
Selfyssingar tóku á móti Akureyringum í Olís-deild karla í Vallaskóla á föstudag.Fyrri hálfleikur einkenndist af öflugum varnarleik liðanna en staðan eftir kortersleik var jöfn 5-5 og í hálfleik var staðan 13-15. Seinni hálfleikur bauð upp á meira fjör fyrir áhorfendur og þá sérstaklega stuðningsmenn gestanna sem náðu fjögurra marka forskoti er seinni hálfleikur var hálfnaður, 19-23.