25.10.2017
Knattspyrnudeild Selfoss heldur sinn árlega foreldrafund fyrir alla yngri flokka mánudaginn 30. október. Fundurinn byrjar kl. 20:00 í Vallaskóla - gengið inn frá Engjavegi.
Eftir stutta kynningu á starfi deildarinnar ásamt öðru taka þjálfarar við með fundi fyrir sína flokka.
Mikilvægt fyrir foreldra að mæta og kynna sér hvað er framundan hjá knattspyrnudeildinni og endilega skrá sig í foreldraráð hjá sínum flokki.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Áfram Selfoss!.
25.10.2017
Selfoss mætti Valskonum í Olísdeild kvenna í skemmtilegum og jöfnun leik framan af. Selfyssingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 13-12 yfir í hálfleik.
24.10.2017
Helgina 21.-22. október fór fram haustmótið í júdó þar sem keppt var í yngri flokkum júdódmanna frá 11 til 21 árs. Fór mótið fram í Grindavík í umsjón júdódeildar heimamanna.Júdódeild Selfoss sendi níu keppendur til leiks og unnu þeir flest verðlaun á mótinu eða fimm gull og þrjú silfur.Árangur einstakra keppenda:
Hrafn Arnarsson gull
Haukur Ólafsson gull
Claudiu Sohan gull
Einar Magnússon gull
Vésteinn Bjarnason gull
Jakop Tomczyk silfur
Alexander Adam Kuc silfur
Brynjar Bergsson silfur
Jóel Jóhannesson fimmta sætiTil hamingju með árangurinn.
23.10.2017
Um helgina fór fram Welsh Judo Open í Cardiff í Wales og fóru sjö keppendur frá Íslandi ásamt landsliðsþjálfurum.Egill Blöndal úr Umf.
23.10.2017
Selfyssingar sigruðu sterkt lið Hauka á Ásvöllum í Olísdeildinni í gær, 23-24. Fyrri hálfleikur var slappur hjá okkar mönnum og staðan í hálfleik 13-8 fyrir Hauka.
17.10.2017
Laugardaginn 7. október fóru Bronsleikar ÍR fram í Laugardalshöllinni. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.
17.10.2017
Fimleikadeild Selfoss bíður upp á 10 skipta fullorðinsfimleika námskeið. Æfingar verða þriðjudags- og miðvikudagskvöld frá 20:30-22:00 í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjaskóla.
16.10.2017
Helgina 14.-15. október fór fram úrtökuæfing fyrir landslið unglinga. Landsliðið keppir á Evrópumeistaramóti í Portúgal 2018. Sendar voru sex stelpur frá Selfossi, það voru þær Evelyn Þóra, Inga Jóna, Birta Sif, Sólrún María, Karólína og Auður Helga.
16.10.2017
Handknattleiksdeild Umf Selfoss og fasteignasalan Domusnova hafa gert með sér samstarfssamning um svokallaðar Handboltaeignir Selfoss.Stuðningsmenn í söluhugleiðingum geta því farið með sína fasteign til sölumanna Domusnova á Selfossi. Handknattleiksdeildin fær fasta greiðslu fyrir hverja selda fasteign sem fer í kaupsamning og því frábært tækifæri fyrir stuðningsmenn í söluhugleiðingum að styrkja handknattleiksdeildina um leið.Nánari upplýsingar veita sölumenn Domusnova á Selfossi.Áfram Selfoss Mynd: Atli Kristinsson og Óskar Már Alfreðsson skrifa undir samstarfssamning á leik Selfoss og ÍR
Mynd: Umf Selfoss/JÁE
15.10.2017
Það var í nógu að snúast í handboltanum í dag því tveir leikir voru á dagskrá hjá báðum meistaraflokkum. Selfossstelpur fóru í Hafnafirðinn og sóttu Hauka heim og hér heima fengu strákarnir ÍR-inga í heimsókn.Haukar 22-20 SelfossHaukar unnu tveggja marka sigur eftir grátlegar lokamínútur þar sem Selfoss var 2 mörkum yfir þegar 6 mínútur voru eftir.