24.09.2019
Knattspyrnusumrinu var slúttað með formlegum hætti í Hvíta Húsinu á Selfossi síðastliðin laugardag. Þar komu saman leikmenn, stuðningsmenn, stjórnarmenn, þjálfarar, sjálfboðaliðar og fleiri til þess að fagna góðum árangri í sumar.Fjöldi verðlauna voru veitt en Kenan Turudija og Kelsey Wys voru valin bestu leikmenn sumarsins í meistaraflokkunum.
Hjá kvennaliðinu var Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir valin efnilegust, Þóra Jónsdóttir fékk framfarabikarinn og Hólmfríður Magnúsdóttir var markahæst með 8 mörk.
Hjá körlunum var Þormar Elvarsson valinn efnilegastur, Þór Llorens Þórðarson fékk framfarabikarinn og Hrvoje Tokic var markahæstur með 22 mörk
Þá voru veitt verðlaun fyrir fjölda leikja í meistaraflokki og Guðjónsbikarinn fengu þau Þóra Jónsdóttir og Adam Örn Sveinbjörnsson.
22.09.2019
Selfyssingar gerðu jafntefli við Val í gærkvöldi í Olísdeild karla, 27-27. Hörkuleikur sem stóð undir nafni sem toppslagur í Olísdeildinni, góður handbolti og flott mæting í Origohöllina á þessu laugardagskvöldi.Jafnræði var með liðum fram eftir fyrri hálfleik og jafnt á öllum tölum fyrsta korterið. Þá náðu Selfyssingar í fyrsta sinn að koma muninum í tvö mörk 7-9. Síðustu 10 mínútur hálfleiksins tóku Valsmenn hins vegar völdin og skoruðu að því virtist að vild og leiddu í hálfleik með þrem mörkum, 14-11.Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki ósvipað og sá fyrri endaði. Valsmenn betra liðið fyrstu 10 mínúturnar og komu forystu sinni upp í sex mörk, 21-15. Þá var eins og Selfyssingar hefðu þétt varnarleikinn og Valsmenn fengu ekki þessi auðveldu mörk. Munurinn minnkaði hægt en örugglega nánast og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum komust Selfyssingar svo yfir, 25-26. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem báðum liðum gekk illa að skora. Valsmenn jöfnuðu þegar 20 sekúndur voru eftir og náðu Selfyssingar ekki að koma boltanum í netið í lokasókninni. Jafntefli því niðurstaðan, 27-27.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 9, Árni Steinn Steinþórsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Guðni Ingvarsson 3, Alexander Már Egan 3, Hergeir Grímsson 2, Magnús Øder Einarsson 2, Reynir Freyr Sveinsson 1.Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 17 (41%)Nánar er fjallað um leikinn á , og Næstu leikur hjá strákunum er á laugardaginn í Hleðsluhöllinni kl.
20.09.2019
Stelpurnar unnu sex marka sigur gegn liði Víkings í kvöld, 19-25. Þetta var leikur í annar leikur þeirra í Grill 66 deildinni.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur náðu fljótt frumkvæðinu. Um miðjan fyrri hálfleikinn var munurinn orðin 4 mörk, 4-8. Þá var eins og lukkan hafi yfirgefið Selfossliðið og enduðu mörg góð færi í eða framhjá stönginni. Víkingsstelpur nýttu sér það og leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11.Jafnræði var með liðunum stærstan hluta seinni hálfleiks sem einkenndist af frekar hægum leik og löngum sóknum. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum settu stelpurnar í næsta gír, bættu í hörkuna í vörninni og juku hraðann. Það dugði til að komast framúr og hrista Víkingana af sér og landa að lokum sex marka sigri, 19-25.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 7, Rakel Guðjónsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 1Varin skot: Henriette Ostegaard 17 (47%)Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fylki þriðjudaginn 1.
20.09.2019
Lokahóf yngriflokka verður haldið á JÁVERK-vellinum kl. 10:30 21.septemberVerðlaunaafhendingar einstakra flokka ásamt því að allir iðkendur í 6.
19.09.2019
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Alfreð tók við kvennaliði Selfoss eftir að það féll úr úrvalsdeildinni árið 2016 og undir hans stjórn hefur leiðin stöðugt legið upp á við.
17.09.2019
Miðvikudaginn 18. september verður með hausttilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.
17.09.2019
Undanfarin ár hafa Mótokrossdeild Selfoss og Vélhjólaklúbburinn VÍK farið í sameiginlega enduroferð í Jósefsdal í lok hvers sumars í.
16.09.2019
Selfyssingar lutu í lægra haldi fyrir ÍR í sínum fyrsta heimaleik í Olísdeildinni í kvöld, 28-35.Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að hafa forystu.
16.09.2019
Selfosskonur tryggðu sér 3. sæti Pepsi-Max deildar kvenna í dag þegar þær gerðu góða ferð á Meistaravelli.Allison Murphy gerði bæði mörk leiksins og tryggði Selfossi 0-2 sigur en þessi lið áttust við í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.Selfoss er með 31 stig og ljóst að þær geta hvorki farið ofar né neðar í töflunni og er 3.
16.09.2019
Í vetur verður boðið upp á sérstakar markmannsæfingar fyrir alla iðkendur yngri flokkum handboltans. Í sumar fékk handknattleiksdeildin til sín Selfyssinginn Gísla Rúnar Guðmundsson til að hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun hjá deildinni, en hann sér einnig um markmannsþjálfun hjá meistaraflokki karla í vetur.