25.07.2019
Eva María Baldursdóttir var hársbreidd frá þvi að komast í úrslit á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar i Baku. Eva María stökk yfir 1.72m í þriðju tilraun og felldi naumlega 1.75m. 13 stúlkur komust í úrslitin, 11 þeirra stukku yfir 1.75m og tvær þeirra stukku yfir 1.72m í fyrstu tilraun.
22.07.2019
Dagur Fannar Einarsson hefur lokið keppni á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Axerbaidjan 22.-27.júlí. Dagur Fannar keppti í langstökki í flokki 16-17 ára og stökk 6,24m og lenti í 18.sæti.
22.07.2019
Magnús Øder Einarsson hefur samið við Selfoss til tveggja ára. Hann er Selfyssingum að góðu kunnur, enda uppalinn hér. Þessi 22 ára leikmaður lék síðast með Selfoss í Olísdeildinni tímabilið 2016-17 þegar Selfoss lenti í 5.
21.07.2019
Harpa Sólveig Brynjarsdóttir kveður Selfoss þar sem hún flytur til Álaborgar í Danmörku en hún mun leika þar með danska B-deildarliðinu Vendsyssel á næstu leiktíð. Harpa er 22 ára gömul og hefur leikið með Selfoss undanfarin tvö tímabil, hún skoraði m.a.
19.07.2019
Ari Sverrir Magnússon framlengdi á dögunum við Selfoss til tveggja ára. Ari Sverrir lék með U-liði og 3. flokki Selfoss síðasta vetur ásamt því að taka sín fyrstu skref með meistaraflokki. Hann kláraði svo veturinn á því að útskrifast úr Handboltaakademíu Selfoss. Ungur og efnilegur leikmaður sem spennandi verður að fylgjast með í vetur.Mynd: Ari Sverrir Magnússon á heimavelli í Hleðsluhöllinni.
Umf.
17.07.2019
Yngra ár 4.flokks tók þátt í Partille Cup á dögunum en mótið er eitt stærsta og skemmtilegasta handboltamót heims og er haldið í Gautaborg í Svíþjóð ár hvert.Selfoss sendi út tvö lið til keppni í u-15, eitt stráka- og eitt stelpu-lið. Stelpuliðið lenti í mjög sterkum riðli en stóðu sig engu að síður vel og enduðu í 4.
16.07.2019
Selfoss mun mæta annaðhvort liði HK Malmö frá Svíþjóð eða HC Spartak Moskva frá Rússlandi í 2 .umferð Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup).
15.07.2019
Framherjinn skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við Selfoss. Þetta eru miklar gleðifréttir en Tokic hefur stimplað sig inn sem algjör lykilmaður í liðinu síðan að hann kom til liðsins síðasta sumar.,,Þetta var mjög auðveld ákvörðun fyrir mig.
13.07.2019
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur samið við franska úrvalsdeildarliðið Bourg-de-Péage Drôme Handball.Hrafnhildur Hanna er uppalin á Selfossi og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Selfossliðinu, allt frá 16 ára aldri árið 2011. Franska liðið sem hún er að ganga til liðs við er nýlega komið aftur í efstu deildina og er í ákveðinni uppbyggingu og ætlar sér stóra hluti á komandi árum. Franska úrvalsdeildin er ein allra sterkasta deild í heimi kvennahandboltans. Við óskum Hönnu okkar hjartanlega til hamingju með þetta stóra skref.Mynd: Hrafnhildur Hanna í leik með Selfoss í vetur.
Umf.