30.03.2017
Selfyssingar sigruðu Val með einu marki, 29-28, á heimavelli í gærkvöldi og komust þannig upp fyrir Val í deildinni. Selfoss er nú í fimmta sæti með 24 stig en Valur í sjötta sæti með 23 stig.
29.03.2017
Páskamót Selfoss í sundi fór fram í gömlu innlauginni á sunnudag. Keppendur stóðu sig afar vel og var gleðin við völd í lauginni.Það var Kristján Emil Guðmundsson sem smellti myndum af keppendum á mótinu.
28.03.2017
Strákarnir á eldra ári í 4. flokki (fæddir 2001) tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Fram um sl. helgi. Þetta er fimmta árið í röð sem Selfoss verður meistari í þessu aldursflokki en þessi sami flokkur var einnig í toppbaráttu Norden Cup um sl.
28.03.2017
Selfyssingar eignuðust fimm Íslandsmeistara þegar Íslandsmótið í taekwondo fór fram um seinustu helgi.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir varð Íslandsmeistari í senior -67 kg auk þess sem hún var valin keppandi mótsins í kvennaflokki.
27.03.2017
Selfyssingar lágu fyrir Gróttu í Olís-deild kvenna á laugardag. Lokatölur urðu 22-17 en Grótta var einu marki yfir í hálfleik 9-8.Selfoss hafði að litlu að keppa nema heiðrinum en þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni er ljóst að þær enda í sjöunda sæti deildarinnar og leika á móti liðum sem enda í 2.-4 sæti fyrstu deildar um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Mörk Selfyssinga skoruðu Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic 6, Perla Ruth Albertsdóttir og Adina Maria Ghidoarca 2 og Hulda Dís Þrastardóttir 1.Næsti leikur er á útivelli gegn toppliði Fram laugardaginn 1.
24.03.2017
Selfyssingar náðu sér í tvö afar mikilvæg stig í Olís-deildinni þegar þeir sigruðu Stjörnuna með einu marki, 24-25 í hágæða spennutrylli í Garðabænum í gær.Stjarnan leiddi í hálfleik 12-10 og voru sterkari aðilinn stóran hluta seinni hálfleiks.
23.03.2017
Boltaskóli fyrir 2-4 ára káta krakka verður aftur á dagskrá í apríl og maí. Boltaskólinn verður í Vallaskóla á sunnudögum frá kl.
23.03.2017
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður kvennaliðs Selfoss og íslenska landsliðsins í handbolta, sleit fremra krossband í vinstra hné, í landsleik gegn Hollandi um seinustu helgi og má reikna með að hún verði frá keppni í allt að 12 mánuði.Hún mun ekki spila meira með Selfoss á tímabilinu en hún er langmarkahæst í Olís-deildinni í vetur með 174 mörk, 34 mörkum fleiri en næsti leikmaður.
23.03.2017
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2017 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 6. apríl klukkan 20:00.
Aðalfundur Umf.