28.02.2017
Selfoss átti flottan hóp keppenda í báðum þrautarbrautarflokkum á Stórmóti ÍR sem haldið var helgina 11.-12. febrúar sl. Börnin kepptu í fjölþraut sem samanstóð af sjö mismunandi þrautum sem reyndu til að mynda á snerpu, hraða, þol, tækni og kraft.
28.02.2017
Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss fór fram í gær, mánudaginn 27. febrúar. Á fundinum var farið yfir starfsemi deildarinnar á árinu auk þess sem fjórir einstaklingar voru sæmdir silfurmerki Umf.
28.02.2017
Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss fór fram í gær, mánudaginn 27. febrúar. Á fundinum skautaði formaður deildarinnar yfir starf ársins.
28.02.2017
Aðalfundur taekwondodeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 7. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnir,
Taekwondodeild Umf.
28.02.2017
Ungmennafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í níunda sinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS.
27.02.2017
Strákarnir á eldra ári í 4. flokki Selfoss urðu bikarmeistarar er þeir unnu ÍR í úrslitaleik í gær. Selfoss komst yfir snemma leiks og hélt forystunni allan leikinn.
27.02.2017
Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram helgina 25.-26. febrúar. Mótið fór fram í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, þar tóku þátt um 900 keppendur á aldrinum 9 til 13 ára.Fimleikadeild Selfoss sendi alla sína keppnishópa á þessum aldri á mótið, alls ellefu lið.
26.02.2017
Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss hefur frá og með deginum í dag sagt upp samningi við Zoran Ivic og Sebastian Alexanderson sem þjálfað hafa Olísdeildarlið kvenna hjá Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn tekur þegar gildi.Um leið og þeim eru þökkuð fyrir ágæt störf fyrir handknattleiksdeild Selfoss tilkynnist það að við liðinu munu taka þeir Grímur Hergeirsson og Árni Steinn Steinþórsson og hefja þeir störf í dag.Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss,
Magnús Matthíasson formaður
24.02.2017
Meistaramót Íslands í frjálsum, aðalhluti fór fram í Laugardalshöll um síðustu helgi og tóku sjö keppendur af sambandssvæði HSK þátt.
23.02.2017
Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, hið 95. í röðinni, verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði laugardaginn 11. mars og hefst stundvíslega kl.