MÍ í fjölþrautum | Hákon Birkir Íslandsmeistari í fimmtarþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram um liðna helgina og átti HSK/Selfoss sjö keppendur sem allir stóðu sig með sóma. Í heildina voru 34 keppendur í öllum flokkum sem hófu keppni.Keppt var í fjórum flokkum pilta: 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20 ára og eldri, og þremur flokkum stúlkna en þar er fullorðinsflokkurinn 18 ára og eldri.Hákon Birkir Grétarsson Selfossi varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut 15 ára pilta með 2.245 stig.

Umf. Selfoss býður flóttafólk velkomið á Selfoss

Á fundi aðalstjórnar Umf. Selfoss í janúar voru flóttafjölskyldur frá Sýrlandi boðnar velkomnar á Selfoss og jafnframt var öllum börnum og unglingum í hópnum boðið að æfa endurgjaldslaust hjá félaginu út árið 2017.Með þessu vill félagið leggja sitt af mörkum til að fjölskyldurnar nái sterkri fótfestu í okkar góða samfélagi en rannsóknir hafa sýnt fram á að íþróttaiðkun er talin jákvæð leið fyrir ungmenni til að efla andlega vellíðan sína og mynda ný vináttutengsl og er ekki síst mikilvæg fyrir börn innflytjenda. .

Sannfærandi sigur Selfyssinga

Selfyssingar sóttu botnlið Fylkis heim í Olís-deildinni í gær en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum en stelpurnar okkar með töluvert betra markahlutfall.Fyrir hálfleikur var einstefna Selfyssinga með Katrínu Ósk Magnúsdóttur í banastuði í markinu sem varði 11 skot.

Vorleikur Selfoss getrauna 2017

Laugardaginn 21. janúar verða afhent verðlaun fyrir vor- og haustleik í Selfoss getraunum 2016 ásamt því að boðið verður upp á dýrindis Selfossköku frá Guðnabakaríi. Nýr hópleikur, vorleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 21.

Bikarkeppni HSÍ | Selfyssingar sækja Íslandsmeistarana heim

Í byrjun mánaðar var  Coca-Cola bikars karla og kvenna í handbolta. Selfossliðin fengu útileiki gegn ríkjandi Íslandsmeisturum.Stelpurnar leika gegn Gróttu á Seltjarnarnesi þriðjudaginn 7.

Selfyssingar urðu undir í jöfnum leik

Keppni í Olís-deild kvenna hófst að nýju eftir langt frí þegar Selfoss tók á móti ÍBV í íþróttahúsi Vallaskóla.Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og komust í 1-5 áður en Selfyssingar rönkuðu við sér og jöfnuðu í 8-8.

Set styður við knattspyrnu á Selfossi

Styrktarsamningur var undirritaður í dag á milli Set og Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Set hefur verið einn aðal styrktaraðili Knattspyrnudeildarinnar síðustu áratugi og verður það áfram næstu tvö árin eftir undirritun þessa samnings.Set hefur verið með auglýsingar á stuttbuxum meistaraflokka Selfoss undanfarin ár, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.

Karitas og Eva Lind framlengja við Selfoss

Knattspyrnukonurnar Karitas Tómasdóttir og Eva Lind Elíasdóttir framlengdu í gær samninga sína við knattspyrnudeild Selfoss og munu leika með liðinu í 1.

Íþróttaskólinn hefst á sunnudaginn

Íþróttaskóli barnanna hefst að nýju sunnudaginn 15. janúar 2017. Kennt er í Baulu íþróttahúsi Sunnulækjarskóla í alls tíu skipti .Kennarar eru Steinunn Húbertína Eggertsdóttir kennari og Sigurlín Garðarsdóttir íþróttafræðingur.Kennt er í tveimur hópum:Hópur 1 kl.

Fullorðinsfimleikar

Fullorðinsfimleikar á vegum fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss byrja í kvöld, fimmtudaginn 12. janúar kl. 20:30-22:00 í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Tíu skipta námskeið hjá reyndum þjálfara.Skráning í gegnum Nóra á slóðinni .Mjög góð og skemmtileg hreyfing fyrir alla og engar kröfur um kunnáttu í fimleikum.