Metþáttaka í kastþraut Óla Guðmunds

Hin árlega kastþraut Óla Guðmunds fór fram með pompi og prakt föstudaginn 9. september sl. í sextánda sinn. Metþátttaka var í þrautinni sautján karlar og níu konur.Í karlaflokki sigraði Orri Davíðsson, Ármanni með 3.049 stig, Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki varð annar með 2.998 stig og Vigfús Dan, Selfossi þriðji með 2.622 stig.

Mátunardagur

Á morgun, miðvikudaginn 21. september, er mátunardagur hjá Jako. Starfsmaður frá Jako verður í Iðu milli klukkan 16 og 19, endilega nýtið ykkur frábær tilboð.

Sautján nemendur í frjálsíþróttaakademíunni

Í byrjun september hóf frjálsíþróttakademían sitt annað starfsár en á dögunum var samstarfssamningur milli frjálsíþróttadeilar Umf.

Risa tvíhöfði á JÁVERK-vellinum á laugardag

Laugardaginn 24. september verður stórdagur á JÁVERK-vellinumKl. 13:00 spilar karlaliðið sinn síðasta leik í sumar þegar Huginn Seyðisfirði kemur í heimsókn.Strax að þeim leik loknum mæta stelpurnar okkar Valskonum kl 16:00, í sínum síðasta heimaleik þetta tímabilið.Endilega taka daginn frá og mæta til að styðja okkar fólk.Áfram Selfoss.

Troðfull stúka studdi strákana gegn Haukum

Fyrsti heimaleikur tímabilsins í Olís-deildinni fór fram í gær þegar Íslandsmeistarar Hauka komu í heimsókn í íþróttahús Vallaskóla.Jafnt var á öllum tölum fram í miðjan fyrri hálfleik þegar gestirnir sigu framúr og leiddu í hálfleik 12-15.

Strákarnir hársbreidd frá sigri

Selfoss og Haukar sættust á skiptan hlut þegar liðin mættust í Inkasso-deildinni á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardag.Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Svavar Berg Jóhannsson sem kom Selfyssingum yfir á 60.

Æsispenna á Seltjarnarnesi

Stelpurnar okkar máttu sætta sig við tap á útivelli gegn Íslandsmeisturum Gróttu í Olís-deildinni á laugardag. Eftir spennuþrunginn leik þar sem Selfyssingar leiddu í hálfleik 12-15 náði Grótta að merja sigur 24-23.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 7 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 6, Adina Ghidoarca 4, Kristrún Steinþórsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 2 og þær Margrét Jónsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir skoruðu sitt markið hvor.Selfoss er án stiga í deildinni að loknum tveimur umferðum en tekur á móti Val í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardag 24.

Frábær sigur hjá strákunum á Val

Strákarnir mættu í Valshöllina á Hlíðarenda í kvöld staðráðnir í að fylgja eftir góðum leik í síðustu umferð gegn Aftureldingu.Liðin voru nokkuð jöfn fyrstu 15 mínútur leiksins en Valur þó skrefinu á undan.

Selfoss semur við níu unga leikmenn

Níu ungir og efnilegir knattspyrnumenn skrifuðu á dögunum undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Leikmennirnir eru allir á aldrinum 16-18 ára og leika með 2.

3. flokkur karla upp um deild

3. flokkur karla komst nú á dögunum upp um deild eftir frábært sumar.Unnu strákarnir sinn riðill á Íslandsmótinu og komust í úrslit um að komast upp um deild, unnu þar Njarðvík . Því næst spiluðu þeir við Breiðablik 2 og vannst sá leikur . Svo endaði sumarið á undanúrslitarleik um Íslandsmeistaratitil við Breiðablik sem tapaðist .B-liðið komst einnig í úrslit í sinni keppni en tapaði gegn Stjörnunni í undanúrslitum.Strákarnir spiluðu frábærlega vel í allt sumar og getum við verið stolt af þeirra árangri.