16.01.2025
Ungmennafélag Selfoss stendur fyrir stofnfundi píludeildar félagsins fimmtudaginn 23. janúar næstkomandi. Fundurinn verður kl. 20:00 í félagsheimilinu Tíbrá að Engjavegi 50 á Selfossi.
16.01.2025
Ungmennafélag Selfoss stendur fyrir stofnfundi borðtennisdeildar félagsins fimmtudaginn 23. janúar næstkomandi. Fundurinn verður kl. 18:30 í félagsheimilinu Tíbrá að Engjavegi 50 á Selfossi.
09.01.2025
Þrjá föstudaga í röð í desember þann 6.,13. og 20. var jólamót HSK haldið hjá júdódeildinni. Mótið er innanfélagsmót og fór fram í júdósalnum, sem er gamli Sandvíkursalurinn beint á móti Sundhöll Selfoss. Mótið markar lok haustannar hjá júdódeildinni.
02.01.2025
Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði mánudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina. Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.
20.12.2024
Handknattleikskonan Perla Ruth Albertsdóttir og júdómaðurinn Sigurður Fannar Hjaltason hafa verið valin íþróttakona og íþróttakarl Umf. Selfoss árið 2024. Verðlaunin voru afhent á verðlaunahátíð Umf. Selfoss sem fram fór í félagsheimilinu Tíbrá í gær.