Aðalfundur júdódeildar 2019

Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 18:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Júdódeild Umf.

Hvorugt liðið áfram í bikarnum

Hvorki meistaraflokki karla né kvenna náðu að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld.  Meistaraflokkur kvenna steinlá gegn Framstelpum 22-34 og meistaraflokkur karla töpuðu með 7 mörkum gegn Val, 24-31.Stelpurnar hófu þessa handboltaveislu og fengu Íslandsmeistara Fram í heimsókn.  Fram byrjaði leikinn af krafti og fljótt var ljóst í hvað stefndi.  Framstúlkur komust í 9-0 áður en Selfoss náði að skora sitt fyrsta mark.  Fram var 12 mörkum yfir í hálfleik 5-17.  Leikur Selfoss var mun betri í seinni hálfleik en það dugði ekki til og Framstúlkur sigldu 12 marka sigri í höfn 22-34.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Sarah Boye 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Tinna Traustadóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 4, Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2.Nánar er fjallað um leikinn á og  Leikskýrslu má sjá Strákarnir tóku síðan við keflinu og tóku á móti Valsmönnum.  Valur mætti af fullum krafti í leikinn og voru alltaf skrefi á undan, staðan í hálfleik var 9-13, Val í vil.  Valur hélt alltaf ákveðinni fjarlægð og tryggðu sér að lokum sjö marka sigur, 24-31 eftir nokkrar tilraunir Selfyssinga til að hleypa leiknum upp.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Hergeir Grímsson 4/1, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Árni Steinn Steinþórsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Einar Sverrisson 1.Varin skot: Pawel Kiepulski 9 og Alexander Hrafnkelsson 1.Nánar er fjallað um leikinn á   og . Leikskýrslu má sjáBæði lið eru því dottin úr bikarkeppninni og ljóst að Selfoss verður ekki með meistaraflokk í höllinni í ár.  Næstu leikir hjá Selfoss eru í deildinni gegn Val.  Strákarnir mæta þeim á mánudaginn næsta kl 19:30 í Origohöllinni og stelpurnar taka á móti Valsstúlkum daginn eftir, einnig kl 19:30 í Hleðsluhöllinni.

Aron Darri æfði með Norkjöping

Aron Darri Auðunsson leikmaður Selfoss dvaldi síðustu viku í Svíðþjóð þar sem hann æfði og spilaði með unglingaliðum Norkjöping, en með því liði spilar einmitt okkar maður Guðmundur Þórarinsson.   Aron Darri æfði einnig með Norkjöping síðastliðin september.

Tvíhöfði í bikarnum

Mánudaginn 18. febrúar verður sannkölluð handboltaveisla í Hleðsluhöllinni en Selfossliðin keppa þá í fjórðungsúrslitum Coca Cola-bikarsins.Stelpurnar taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram kl.

Cassie Boren í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska varnarmanninn Cassie Boren fyrir komandi keppnistímabil í Pepsideild kvenna. Boren er 22 ára gömul og er að ljúka háskólanámi þar sem hún spilaði með sterku liði Texas Tech í bandaríska háskólaboltanum. „Þetta er spennandi leikmaður sem stóð sig mjög vel í háskólaboltanum og ég hlakka til að vinna með henni.

Aðalfundur sunddeildar 2019

Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 20. febrúar klukkan 18:15.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Sunddeild Umf.

Tap gegn Haukum í Hafnarfirði

Stelpurnar töpuðu gegn Haukum á Ásvöllum í Olísdeild kvenna í kvöld, 27-20.Haukar náðu fljótt frumkvæði í leiknum, Selfoss náði hins vegar fínum kafli um miðbik fyrri hálfleiks og komst yfir, 7-8.

Sigur eftir háspennu

Selfoss lagði ÍBV í Suðurlandsslagnum í Olísdeild karla  í kvöld með tveimur mörkum, 30-28. ÍBV hafði yfirhöndina mestan luta leiks og var yfirleitt með um 2-3 marka forystu, staðan í hálfleik 14-16 ÍBV í vil.

Þór Llorens Þórðarson í Selfoss

Þór Llorens Þórðarson skrifaði í dag undir lánssamning við knattspyrnudeild Selfoss en Knattspyrnufélag ÍA lánar hann á Selfoss út komandi leiktíð.Þór, sem er 19 ára gamall, er uppalinn hjá ÍA og spilaði með 2.

Elvar Örn og Perla Ruth íþróttafólk Umf. Selfoss

Handknattleiksfólkið Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2018 hjá Ungmennafélagi Selfoss og er þetta annað árið í röð sem þau hljóta þennan heiður. Verðlaunahátíð Ungmennafélags Selfoss var haldin í kvöld í félagsheimilinu Tíbrá en þetta er jafnframt annað árið sem félagið heldur sérstaka verðlaunahátíð fyrir íþróttafólk ársins.Perla Ruth er lykilleikmaður í liði Selfoss sem leikur í Olís-deildinni.