ÍSÍ | Lífshlaupið 2019

Nú styttist í að nýtt lífshlaupsár hefjist, þann 6. febrúar. Opnað var fyrir skráningu miðvikudaginn 23. janúar á .Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa.

Stórt tap gegn Haukum

Stelpurnar lágu fyrir Haukum í kvöld, 33-20 á Ásvöllum í HafnarfirðiLeikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks sigu Haukastúlkur fram úr og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12.

Selfoss - Frakkland

Ísland tapaði í gær gegn heimsmeisturum Frökkum með 9 marka mun, 31-22. Áður hafði liðið tapað gegn Þjóðverjum í milliriðlinum en liðið sigraði Barein, Japan og Makedóníu eftir tap gegn Króötum og Spánverjum í undanriðlinum.

SS styrkir handknattleiksdeild Selfoss

Sláturfélag Suðurlands og handknattleiksdeild Selfoss hafa gert með sér samstarfssamning, en Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS skrifaði undir samninginn fyrir hönd SS.

Súrt tap gegn toppliðinu

Stelpurnar tóku á móti Valskonum í Hleðsluhöllinni í kvöld. Leikurinn fór 27-28 fyrir Val eftir mark á síðustu sekúndubrotum leiksins.Leikurinn var jafn fyrsta korterið en síðan setti Valur í næsta gír og fór inn í hálfleik með 5 marka forskot, 11-16.

Unglingamót HSK | Selfoss vann með yfirburðum

Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss á dögunum. Þrjú félög sendu keppendur til leiks. Óvenjugóð þátttaka var í flokkum 10 ára og yngri, en 35 krakkar tóku þátt.

Hvatningarverðlaun Árborgar

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hlaut hvatningarverðlaun íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar (ÍMÁ) fyrir afar öflugt starf á undanförnum árum.

Vésteinn sæmdur gullmerki Umf. Selfoss

Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson hefur fylgt Ungmennafélagi Selfoss frá fæðingu. Fyrst sem iðkandi, þjálfari og fyrirmynd íþróttafólks en síðar sem ráðgjafi og lærifaðir þjálfara hjá félaginu.Það er ekki heiglum hent að klófesta Véstein, sem búsettur er í Svíþjóð og alltaf með mörg járn í eldinum.

Sigurliðið sigraði Softballmótið

Sigurliðið sigraði Softballmót Selfoss sem haldið var laugardaginn s.l. Þetta var annað árið sem mótið var haldið og heppnaðist það mjög vel.

Gyða Dögg mótorhjóla- og snjósleðakona ársins

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands útnefndi Gyðu Dögg Heiðarsdóttur mótorhjóla- og snjósleðakonu ársins 2018. Gyða Dögg, sem keppir fyrir mótokrossdeild Umf.