23.12.2018
Árni Steinn Steinþórsson var valinn í úrvalslið fyrri hluta Olísdeildar karla á dögunum. Úrvalsliðið var tilkynnt í þættinum og voru verðlaunin valin í samstarfi við HSÍ og Olís.Í kvennaflokki var það Íris Björk Símonardóttir leikmaður Vals sem kjörin var besti leikmaður fyrri hlutar.
21.12.2018
Líkt og undanfarin ár mun Ungmennafélag Selfoss aðstoða við pakkaþjónustu jólasveinanna fyrir þessi jól en jólasveinarnir hafa lengi séð um að bera út pakka á Selfossi á aðfangadagsmorgun milli kl.
20.12.2018
Selfyssingar eiga fjórtán fulltrúa í hópum yngri landsliða og hæfileikamótun Handknattleikssambands Íslands, sem æfa og keppa öðru hvoru megin við áramótin.
20.12.2018
Dregið var í árlegu jólahappadrætti knattspyrnudeildar fimmtudaginn 20. desember við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.Í ár voru gefnir út 2.000 miðar og seldust þeir allir á mettíma.Happadrættið er stór hluti af fjáröflun ungra iðkenda fyrir knattspyrnumót komandi sumars.Vinningsnúmerin í ár:.
20.12.2018
Í gær valdi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, 20 manna æfingahóp sem kemur saman milli jóla og nýárs til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Í hópnum eru fjórir Selfyssingar, þeir Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson ásamt þeim Janusi Daða Smárasyni og Ómari Inga Magnússyni, sem báðir leika með Aalborg í Danmörku. Áður hafði verið tilkynnt um 28 manna leikmannahóp sem komu til greina í æfingahópinn.
17.12.2018
Kvennalið Selfoss varð í dag Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir úrslitaleik gegn Álftanesi á Selfossi í dag.Í fyrri umferð mótsins fyrir hálfum mánuði vann Selfoss öruggan sigur á Hvíta riddaranum, 11-1 og gerði 1-1 jafntefli við Álftanesi.Í dag mættust liðin svo í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.
16.12.2018
Selfoss fékk vænan skell gegn botnliði Akureyrar í dag þegar norðanmenn komu og sigruðu Selfyssinga með 6 mörkum, 28-34.Akureyringar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega góðu forskoti á Selfyssinga sem áttu engin svör.
14.12.2018
Selfoss er komið í átta liða úrslit í Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik eftir sigur gegn Fram 32:31 í æsispennandi leik sem fram fór í Safamýri í gær.Framarar höfðu frumkvæðið í leiknum allan fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 16-14.
12.12.2018
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska framherjann Darian Powell fyrir komandi keppnistímabil í Pepsideild kvenna. Powell er 24 ára gömul og lék með sterku liði Marquette University í bandaríska háskólaboltanum. „Ég er búinn að fylgjast með henni síðustu tvö ár og tel að hún muni henta okkar leikskipulagi vel.