Góð þátttaka á HSK-mótinu

Þann 8. desember sl. var HSK-mót fyrir 11 ára og yngri í júdó haldið í Sandvíkursalnum. Keppt var í aldursflokkum og var keppendum einnig skipt í þyngdarflokka.

Héraðsmót | Keppendur frá fjórum félögum

HSK-mótið í taekwondo var haldið í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla 9. desember sl. Keppt var í þremur greinum á mótinu, í formi, bardaga og þrautabraut.Mótið fór mjög vel fram og kepptu keppendur frá fjórum aðildarfélögum HSK á mótinu.

Fréttabréf UMFÍ

Skráning í íþróttaskólann hafin

Skráning í íþróttaskólann er hafin, en námskeiðið hefst 20. janúar.Æfingarnar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla alla sunnudaga frá og með 20.

Fimm Selfyssingar á HM

Ljóst er að fimm Selfyssingar verða í leikmannahóp landsliðsins sem fer á heimsmeistaramótið í handbolta eftir að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í gær.

Skellur fyrir norðan

Stelpurnar gerðu töpuðu gegn KA/Þór fyrir norðan í kvöld, 33-22.Jafnræði var með liðunum fram eftir fyrri hálfleik, þegar 10 mínútur voru eftir af honum náðu norðanstúlkur að byggja upp forskot á stelpurnar okkar og var staðan 16-10 þegar flautað var til hálfleiks.  Í síðari hálfleik áttu okkar stelpur erfitt uppdráttar og náðu aldrei að ógna forustu KA/Þór af nokkurri alvöru og lyktaði leiknum með 11 marka tapi.  Selfoss er því áfram í botnsætinu með 4 stig eftir 11 umferðir.Mörk Selfoss:  Perla Ruth Albertsdóttir 6, Hulda Dís Þrastardóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Sarah Boye Sörensen 2, Katla María Magnúsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 10 (23%).Nánar er fjallað um leikinn á   og  Leikskýrslu má sjá Í næsta leik Selfoss í Olísdeild kvenna tökum við á móti Valsstúlkum í Hleðsluhöllinni eftir 10 daga, föstudaginn 18 janúar kl.

Olísdeild kvenna af stað eftir jólafrí

Nú fer Olísdeildin að rúlla aftur eftir um 7 vikna landsleikja- og jólafrí, en síðustu leikir voru um miðjan nóvember s.l. Ekki gekk þetta nógu vel hjá stelpunum fyrir áramót og eru þær núna í 8.

Æfingar hafnar eftir áramót

Æfingar í júdo eru hafnar að nýju eftir áramót og eru allir velkomnir að prófa að æfa júdó frítt í tvær vikur.

Fréttabréf ÍSÍ

Hátíðahöld á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði sunnudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.