Frábær árangur og fjöldi titla á MÍ 11-14 ára

Um síðustu helgi, 16.-17. ágúst, var Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára haldið á Akureyri og sendi HSK/Selfoss öflugan hóp keppenda.

Íslandsmet á Selfossvelli

Innanfélagsmót Umf.  Selfoss fór fram þriðjudaginn 13. ágúst á Selfossvelli. Keppt var í 100 m hlaupi, langstökki, kringlukasti og sleggjukasti karla og kvenna. Góður árangur náðist í kastgreinunum þar sem persónuleg met, vallarmet, Selfossmet, HSK-met og síðast en ekki síst Íslandsmet féllu.Í 100 m hlaupinu voru það 14 ára og yngri sem kepptu.

Þór og Egill í æfingabúðum í Danmörku

Selfyssingarnir Þór Davíðsson og Egill Blöndal ásamt Birni Lúkasi Haraldssyni og Loga Haraldssyni voru í vikulöngum æfingabúðum í Gerlev í Danmörku í lok júlí.Þangað fóru þeir í boði danska júdósambandsins sem endurgalt með því greiðann frá því á síðasta RIG er Júdósamband Íslands bauð nokkrum dönskum keppendum til þáttöku.

Dagný mætir Dönum á fimmtudag

Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Dönum á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst.Fyrir helgi kynnti Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, 20 manna hóp fyrir leikinn mikilvæga við Dani.

Amanda áfram yfirþjálfari í sundi

Í síðustu viku var gengið frá ráðningu Amöndu Marie Ágústsdóttur sem yfirþjálfari hjá Sunddeild Selfoss. Amanda kom til starfa hjá sunddeildinni síðasta vetur og var mikil ánægja með störf hennar.

Sætur sigur Selfyssinga á Sauðárkróki

Selfoss vann sætan sigur á botnliði Tindastóls á Sauðárkróki í 1. deildinni á föstudag.Selfyssingar voru allan tímann sterkari aðilinn í leiknum og kláruðu leikinn í fyrri hálfleik.

Góður árangur í þriðju umferð Íslandsmótsins

Þriðja umferð Íslandsmótsins í mótokrossi fór fram í gær, sunnudaginn 17. ágúst, í blíðskaparveðri eftir að hafa verið frestað deginum áður vegna hvassviðris með öryggi keppenda í húfi.Liðsmenn Mótokrossdeildar Umf.

Sanngjarn sigur á Skaganum

Selfoss vann sanngjarnan sigur á Skagastelpum í gríðarlega erfiðum leik á Akranesi í Pepsi-deildinni í gær.Skagaliðið spilaði þéttan varnarleik sem Selfyssingar áttu í mestu erfiðleikum með að brjóta á bak aftur og var staðan í hálfleik markalaus.

Getraunastarfið hefst á laugardag - 215 milljóna risapottur

Um leið og enski boltinn rúllar af stað rísa Selfoss getraunir úr sumardvalanum.Það er opið hús í Tíbrá félagsheimili Umf. Selfoss alla laugardaga milli kl.

Glæsilegt Brúarhlaup Selfoss

Brúarhlaup Selfoss fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 9. ágúst samhliða bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Fjöldi hlaupara og hjólreiðamanna tók þátt en boðið var upp á 10 km, 5 km og 2,8 km hlaup auk 5 km hjólreiða.Kári Steinn Karlsson varð fyrstur í 10 km hlaupi karla á 30,38 mínútum en fyrst kvenna varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir á 37,47 mínútum.