Guggusund | Ný námskeið hefjast 4. febrúar

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 4. febrúar, föstudaginn 5. febrúar og laugardaginn 6. febrúar. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára) Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 19:30 byrjendahópur  (frá um 2 mánaða)Föstudaga Klukkan 15:00 námskeið ? (auglýst síðar) Klukkan 15:45 námskeið ? (auglýst síðar) Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn) Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga Klukkan 9:15 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á  og í síma 848-1626.

Fréttabréf UMFÍ

Fyrsti vinningur í jólahappadrætti 2020

Föstudaginn 18. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 65“ sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 2.139 sem er í eigu Tómasar Þóroddssonar og Idu Sofiu Grundberg.

Flugeldasýning á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri flugeldasýningu mánudaginn 6. janúar. Þrátt fyrir að þrettándagleðin á Selfossi verði með óhefðbundnu sniði að þessu sinni býður Ungmennafélag Selfoss upp á glæsilega flugeldasýningu í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Björgunarfélag Árborgar.Sýningin hefst kl.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn janúarmánaðar eru Ragna Júlía Hannesdóttir og Leifur Freyr Leifsson.Leifur Freyr er í 5. flokki, æfir mjög vel og hefur verið að taka stöðugum framförum upp á síðkastið.Ragna Júlía er líka í 5.flokki, sinnir æfingum af krafti og er til fyrirmyndar á öllum æfingum.Óskum þessum krökkum til hamingju. Áfram Selfoss :).

UMFÍ bikarinn afhentur

Á aðalfundi Umf. Selfoss, þar sem árið 2019 var gert upp og tókst loks að halda í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember síðastliðinn, var tilkynnt að handknattleiksdeild og knattspyrnudeild deildu UMFÍ bikarnum sem deildir ársins hjá félaginu fyrir árið 2019.Öllum er í fersku minni Íslandsmeistaratitill í handknattleik og bikarmeistaratitill í knattspyrnu sem unnust árið 2019 og taldi stjórn félagsins ómögulegt að gera upp á milli þessara stærstu afreka í sögu félagsins.Það þótti við hæfi að Viktor Pálsson formaður Umf.

Árið gert upp

Meistaraflokkur karla tók sinn árlega áramótabolta í íþróttahúsinu í Vallaskóla í vikunni og er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd. Áður en boltinn hófst afhenti knattspyrnudeild nokkrum leikmönnum viðurkenningu fyrir vel unnin störf í sumar. Þorsteinn Aron Antonsson var valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins.

Flugeldasala knattspyrnudeildar

Flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg.Opið verður sem hér segir:28.

Ragnar Jóhannsson kemur heim

Örvhenta skyttan Ragnar Jóhannsson hefur samið við Handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Ragnar er Selfyssingum að góðu kunnur og þarf vart að kynna.

Jólakveðja frá Ungmennafélagi Selfoss

Ungmennafélag Selfoss óskar Selfyssingum og Sunnlendingum öllum gleðilegra jóla. Við vonum að landsmenn hafi það sem allra best á hátíð ljóss og friðar og njóti samveru með sínum nánustu.