Tap gegn Haukum í hörkuleik

Selfyssingar töpuðu gegn Haukum í hörkuleik á föstudagskvöldið með fimm mörkum, 25-20, að Ásvöllum.Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og góð vörn í fyrirrúmi.

Fréttabréf ÍSÍ

Elfar Ísak í Selfoss

Elfar Ísak Halldórsson er genginn aftur í raðir Selfyssinga eftir að hafa spilað með Ægi í Þorlákshöfn síðustu tvö tímabil. Elfar er fæddur árið 2002.

Guggusund | Ný námskeið hefjast 8. apríl

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 8. apríl, föstudaginn 9. apríl og laugardaginn 10. apríl. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára) Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 19:30 byrjendahópur  (frá um 2 mánaða)Föstudaga Klukkan 15:00 byrjendahópur  (frá um 2 mánaða) Klukkan 15:45 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn) Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga Klukkan 9:15 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða) Klukkan 11:30 námskeið 4 (um 2-4 ára börn)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á  og í síma 848-1626.

Sterkir árgangar í handbolta

Krakkarnir í 6. flokki gerðu það gott í fyrstu umferð Íslandsmótsins sem haldin var á dögunum og skipuðu sér í fremstu röð. Stelpuliðið á eldra ári, fæddar 2009 urðu í þriðja sæti og drengirnir úr sama árgangi í öðru sæti í efstu deild.

Katla Björg framlengir

Línumaðurinn Katla Björg Ómarsdóttir framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum. Katla, sem er aðeins 22 ára gömul, er einn af reynslumestu leikmönnum Selfossliðsins.

Sigurður Þór félagi ársins

Á aðalfundi Umf. Selfoss árið 2020, þar sem árið 2019 var gert upp og tókst loks að halda í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember síðastliðinn, var tilkynnt að Sigurður Þór Ástráðsson hlyti Björns Blöndal bikarinn sem félagi ársins hjá Umf.

Sigurgangan endaði í Safamýrinni

Strákarnir töpuðu í hörku leik fyrir Fram í Olísdeildinni í Safamýri í kvöld, 27-25.Frá fyrstu mínútu var ljóst að mikil barátta yrði um stigin tvö og stóðu bæði lið vörnina mjög vel.  Jafnt var á öllum tölum þar til Selfoss dró sig aðeins fram úr og voru fyrri til að ná tveggja marka forystu, 4-6 á þrettándu mínútu.  Fram svaraði strax og áfram var jafnt á öllum tölum fram í hálfleik þar sem staðan var 12-12.  Seinni hálfleikur spilaðist svipað af stað, jafnræði með liðum og Selfyssingar náðu frumkvæðinu og Fram svaraði með áhlaupi.  Að þessu sinni sigldu heimamenn fram úr Selfyssingum og héldu frumkvæðinu út þennan spennuleik þar sem munurinn var aldrei meiri en tvö mörk.  Lokatölur 27-25.Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 5, Sveinn Aron Sveinsson 5/2, Einar Sverrisson 4, Ragnar Jóhannsson 3, Tryggvi Þórisson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Hergeir Grímsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.Varin skot: Vilius Rasimas 11 (29%).Næsti leikur hjá strákunum er á föstudaginn kl.

Stórt tap gegn ÍR í Hleðsluhöllinni

Stelpurnar töpuðu stórt gegn ÍR-ingum þegar liðin mættust í Grill 66 deild kvenna í Hleðsluhöllinni í dag.Leikurinn var jafn fyrstu mínútur leiksins og var staðan 4-4 eftir um átta mínútna leik.

Fyrsti sigur Selfyssinga í borðtennis

Eyþór Birnir Stefánsson, Umf. Selfoss vann fyrsta sigur Umf. Selfoss á móti í aldursflokkamótaröð BTÍ, og líklega fyrsta sigur Umf.