25.02.2021
Stúlkurnar lutu í lægra haldi gegn sterku liði Fram U í Grill 66 deild kvenna í kvöld. Ljóst var strax frá byrjun að topplið Framara hugðist ekki ætla að taka neina fanga. Þær byrjuðu leikinn í maður á mann vörn og tókst að slá Selfyssinga út af laginu. Með þessu náðu þær fimm marka forystu, 1-6 eftir aðeins tíu mínútur. Örn, þjálfari Selfoss, tók leikhlé þar sem honum tókst að berja baráttuandann í liðið. Selfyssingar náðu góðri viðspyrnu og voru búnar að jafna leikinn, 7-7, átta mínútum síðar. Meira jafnvægi var í leiknum fram að hálfleik þar sem Fram leiddi með þrem mörkum, 9-12. Framarar byrjuðu síðari hálfleik af meiri ákveðni og juku forystu sína hægt en örugglega þar til á lokamínútunum. Lokatölur 19-29.Mörk Selfoss: Elín Krista Sigurðardóttir 5, Katla Björg Ómarsdóttir 4/3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Ivana Raičković 2, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 12/1 (29%)Næsti leikur hjá stelpunum er gegn sameinuðu liði Fjölnis og Fylkis á sunnudaginn næstkomandi, í Dalhúsum kl.
23.02.2021
Þorlákur Breki Baxter er genginn til liðs við Selfoss og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Breki kemur frá Hetti á Egilsstöðum.
23.02.2021
Hinn ungi og efnilegi línumaður Tryggvi Þórisson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára.
23.02.2021
Aðalfundur taekwondodeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 2. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir
Taekwondodeild Umf.
22.02.2021
Selfoss tapaði fyrir Gróttu í Hleðsluhöllinni í Olísdeild karla í kvöld, með sex mörkum, 20-26.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og voru skrefi á undan fyrstu 18 mínúturnar. Grótta náði þá að jafna í 7-7 og komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum. Það virtist hafa fengið á Selfyssinga því þeir fengu hvorki rönd við reist það sem eftir lifði leiks. Grótta jók muninn í þrjú mörk og var staðan í hálfleik 11-14, Gróttu í vil. Lítið breyttist í seinni hálfleik og Grótta hélt Selfossliðinu í tveggja til fjögurra marka fjarlægð. Undir lokin fóru Selfyssingar í maður á mann vörn og Grótta gekk á lagið og innsiglaði góðan sigur sinn í Hleðsluhöllinni, 20-26.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 5/2, Alexander Már Egan 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Tryggvi Þórisson 2, Ragnar Jóhannsson 2/1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Einar Sverrisson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 14 (35%).Næsti leikur hjá strákunum er ekki af verri endanum, Suðurlandsslagurinn sjálfur, Selfoss - ÍBV á fimmtudaginn kl 18:30 í beinni á Stöð 2 Sport.Mynd: Hergeir Grímsson var markahæstur í kvöld, með 5 mörk.
Umf.
22.02.2021
Knattspyrnudeild Selfoss er stöðugt að reyna að bæta þjónustu sína við iðkendur, foreldra og samfélagið. Okkur langar að biðja ykkur um að taka þátt í stuttri netkönnun sem er liður í vinnu deildarinnar um stefnumótun og framtíðarsýn.
22.02.2021
Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 1. mars klukkan 18:15.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir
Sunddeild Umf.
22.02.2021
Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 1. mars klukkan 20:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir
Júdódeild Umf.
21.02.2021
Selfoss tók á móti ungmennaliði HK í Grill 66 deild kvenna í dag.Leikurinn var nokkuð jafn framan af og skiptust liðin á að hafa forystu.