Selfoss U vængjum þöndum á sigurbraut

Strákarnir í Selfoss U tóku á móti  Vængjum Júpíters í fimmtu umferð Grill 66 deild karla í Hleðsluhöllinni í kvöld.  Leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna, 29-21.Vængirnir byrjuðu betur og var staðan 0-3 eftir fimm mínútna leik.  Selfyssingar tóku þá við sér og var staðan orðin 5-5 eftir aðrar fimm mínútur.  Selfyssingar höfðu frumkvæðið það sem eftir lifði af jöfnum fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 14-12.  Seinni hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk, fyrstu tíu mínúturnar var áfram jafnræði með liðunum en Selfyssingar alltaf með frumkvæðið.  Á þeim tímapunkti tók þetta unga og efnilega lið Selfyssinga völdin og náðu á örfáum mínútum 8 marka forystu.  Þessi kafli lagði grunninn að öruggum sigri heimamanna, 29-21.Mörk Selfoss: Arnór Logi Hákonarson 8, Sölvi Svavarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Sæþór Atlason 2, Ísak Gústafsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Vilhelm Freyr Steindórsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 9 (39%) og Hermann Guðmundsson 1 (12%).Góður sigur hjá strákunum sem gefur þeim 2 stig í baráttunni í Grillinu.  Næsti leikur þeirra er gegn Kríu á Nesinu þriðjudaginn 26.

Þjálfarar knattspyrnudeildar á skyndihjálparnámskeiði

Knattspyrnudeild Selfoss hélt á dögunum námskeið í skyndihjálp og fyrstu viðbrögðum fyrir þjálfara og starfsfólk knattspyrnudeildar.Díana Gestsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur og skyndihjálparkennari sá um námsskeiðið.

Barbára framlengir út 2022

Landsliðskonan Barbára Sól Gísladóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss út keppnistímabilið 2022.Þrátt fyrir að vera nítján ára gömul er Barbára einn leikreyndasti leikmaður Selfossliðsins en hún hefur leikið 92 meistaraflokksleiki fyrir félagið, þar af 50 í efstu deild.

Selfossvörurnar fást í Stúdíó Sport

Í lok seinasta árs var undirritaður þriggja ára samstarfssamningur milli Ungmennafélags Selfoss og Stúdíó Sport á Selfossi. Samningurinn felur í sér að vörur Umf.

Sigur í fyrsta leik ársins

Stelpurnar vígðu Hleðsluhöllina í dag eftir tæpt fjögurra mánaða hlé vegna ákveðinna hluta með sigri. Selfoss mætti þar sameinuðu liði Fjölnis og Fylkis í þriðju umferð Grill 66 deildar kvenna.

Tap í fyrsta leik ársins

Selfoss U hóf handboltavertíðina að nýju sem hefur legið í dvala í nokkra mánuði. Strákarnir töpuðu stórt gegn Víkingum í Víkinni, 28-19.Víkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu þar góðu forskoti sem þeir héldu út leikinn.

Æfingar í rafíþróttum hefjast á mánudag

Æfingar í rafíþróttum hjá Umf. Selfoss hefjast að nýju mánudaginn 18. janúar.Á vorönn verður boðið upp á æfingar í sérstökum leikjum.

Fréttabréf ÍSÍ

Barbára á leið til Celtic á láni

Barbára Sól Gísladóttir, bakvörður Selfyssinga, er á leið til skoska liðsins Celtic á láni.  Óvíst er þó hvenær Barbára fer út þar sem hlé er í skosku úrvalsdeildinni þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins.

Ísak Gústafsson framlengir

Ísak Gústafsson hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára.  Þessi 17 ára örvhenta skytta er í hópi efnilegustu leikmanna Selfoss.