09.11.2016
Lokahóf Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands fór fram í Turninum í Kópavogi um helgina og tóku Elmar Darri Vilhelmsson og Gyða Dögg Heiðarsdóttir á móti verðlaunum fyrir glæsilegan árangur sumarsins.Elmar Darri sem var að keyra unglingaflokkinn í fyrsta sinn í sumar gerði sig lítið fyrir og sigraði uppskar Íslandsmeistaratitil í flokknum.Gyða Dögg varði Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki og var einnig valin akstursmaður ársins hjá MSÍ í kvennaflokki.Stórkostlegur árangur hjá þessu flotta unga fólki og verður virkilega gaman að fylgjast með þeim í mótokrossinu á næstu árum.mrm---Mynd með frétt: Gyða Dögg með viðurkenningu sem aksturskona ársins.
Mynd fyrir neðan: Gyða Dögg (í miðju) og Elmar Darri (í miðju) með sigurlaun sín.
Ljósmyndir: Umf.
09.11.2016
Tólf leikmenn Selfoss tóku þátt í æfingum á vegum Handknattleikssambands Íslands um helgina auk þriggja Selfyssinga sem voru með .HSÍ valdi í fyrsta skipti landsliðshóp fyrir.
09.11.2016
Í gær var dregið í 16 liða úrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta og munu Selfyssingar sækja 1. deildarlið Víkings heim í Víkina í Fossvogi.Aðrar viðureignirnar eru eftirfarandi:ÍR – AftureldingHK - StjarnanÍBV2 – HaukarFjölnir 2 – FramHK2 – GróttaAkureyri – FHAkureyri 2 - ValurLeikirnir fara fram 4.
08.11.2016
Bandaríski markvörðurinn Chanté Sherese Sandiford hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss um eitt ár og mun leika með liðinu í 1.
08.11.2016
Þessir hressu strákar tóku þátt í fyrsta móti vetrarins hjá 8. flokki sem fram fór á Seltjarnarnesi um seinustu helgi. Þeir sýndi glæsilega takta á vellinum og eiga greinilega framtíðina fyrir sér. Ljósmynd frá foreldrum Umf.
07.11.2016
Selfoss lá á útivelli gegn toppliði Fram í Olís-deildinni á laugardag. Lokatölur í jöfnum og skemmitlegum leik urðu 25-23 eftir að staðan í hálfleik var 12-10 fyrir heimakonur.Markaskorun Selfyssinga: Hrafnhildur Hanna 12 mörk, Adina 5, Perla Ruth 3 og Dijana, Kristrún og Carmen skoruðu allar 1 mark.
07.11.2016
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við Katrínu Ýr Friðgeirsdóttur og Kristrúnu Rut Antonsdóttur, tvær af reyndustu leikmönnum félagsins, um að leika með liðinu í 1.
04.11.2016
Miðvörðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfyssinga í Inkasso-deildinni í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2018.Stefán Ragnar skrifaði undir tveggja ára samning við Selfoss í fyrra, en með nýja samningnum framlengir hann við félagið til eins árs til viðbótar.Stefán fór vel af stað með Selfyssingum í sumar en meiddist svo illa á hné í leik gegn Huginn á Seyðisfirði um miðjan júlí.
04.11.2016
Evrópa unga fólksins (EUF) styrkir þá sem starfa í æskulýðsgeiranum eða eru virkir í félögum ungs fólks til að sækja námskeið á vegum systurskrifstofa Evrópu unga fólksins víða í Evrópu.
03.11.2016
Tveir af reynslumestu leikmönnum karlaliðs Selfoss í knattspyrnu, Andrew James Pew og Ingi Rafn Ingibergsson, hafa framlengt samninga sína við félagið um eitt ár.Andy kom fyrst á Selfoss sumarið 2006 en hann hefur nú leikið 149 leiki fyrir Selfoss.