SET með stórleik!

Í dag undirrituðu fulltrúar handboltans og fulltrúar SET nýjan samning um áframhaldandi stuðning SET við handbolta á Selfossi.Óhætt er að segja að samningur þessi muni renna styrkari stoðum undir það starf sem unnið er hjá handknattleiksdeildinni.Fyrirtækið SET sem stofnað var árið 1969 hefur í tugi ára verið styrktaraðili deildarinnar,með þessum samningi er stigið stórt skref fram á við hvað viðkemur stuðning við starfið sem unnið er á Selfossi.Það er öllum aðdáendum handknattleiks mikið fagnaðarefni að hafa hér innanbæjar fyrirtæki sem ekki einungis tryggir afkomu hundruða manna heldur á sama tíma er tilbúið að blása sterkum vindi í segl áframhaldandi uppbyggingar handbolta á Selfossi.MM---Á mynd má sjá Þorstein Rúnar gjaldkera handknattleiksdeildar, Brynjar Bergsteinsson framleiðslu- og vörustjóra SET og Magnús formann handknattleiksdeildar auk þess sem forstjóri SET var ekki langt undan. Ljósmynd: Umf.

Einar í afrekshóp HSÍ

Selfyssingurinn Einar Sverrisson er í sérstökum sem Geir Sveinsson hefur valið til æfinga með U-21 árs landsliðinu. Markmið hópsins er að undirbúa fleiri leikmenn fyrir A landsliðið í framtíðinni.

Hópleikurinn hefst á laugardag

Nýr hópleikur, haustleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 5. nóvember. Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem er opið hús frá kl.

JC framlengir við Selfyssinga

Knattspyrnudeild Selfoss samdi í dag við vængmanninn James Mack III og framlengdi hann samning sinn við deildina um eitt ár.Mack, eða JC eins og hann er kallaður, var markahæstur og stoðsendingahæstur hjá Selfossliðinu í Inkasso-deildinni í sumar.

Einar Ólafur í markið í stað Grétars Ara

Handknattleiksdeild Hauka kallaði Grétar Ara Guðjónsson heim úr láni með stuttum fyrirvara á mánudag. Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss varð að hafa snöggar hendur enda lokaði félagsskiptaglugginn á mánudagskvöldið en eins og gefur að skilja er afar mikilvægt að hafa tvo öfluga markverði innan sinna herbúða.Selfoss samdi við Einar Ólaf Vilmundarson um að ganga til liðs við félagið og er hann með samning til loka maí 2017.

Þorsteinn Daníel framlengir við Selfoss

Á dögunum skrifaði bakvörðurinn Þorsteinn Daníel Þorsteinsson undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Þorsteinn Daníel er 22 ára gamall og er uppalinn á Selfossi.

Coerver kíkti á Selfoss

Nú á dögunum kom Heiðar yfirþjálfari og hélt námskeið fyrir þjálfara knattspyrnudeildarinnar. Hann leiddi þá í gegnum aðferðir tækniþjálfunar eftir þeirra hugmyndafræði og því næst var haldið út og tók hópurinn góða æfingu saman undir handleiðslu Heiðars.Virkilega flott framtak hjá deildinni sem er alltaf að leita eftir að bæta gæði í þjálfun yngri leikmanna sinna. .

Sætur sigur Selfyssinga

Selfoss sótti tvö stig á Ásvelli á laugardag þegar liðið mætti Haukum í spennuþrungnum leik Olís-deildinni og hafði sigur með einu marki, 27-28.Leikurinn var hin besta skemmtun og var jafnt á fyrstu tölum.

Rússíbani í fyrsta heimasigri strákanna

Selfoss og ÍBV mættust í Vallaskóla í annað skiptið á fimm dögum í 9. umferð Olís-deildarinnar í gær en aðeins munaði einu stigi á milli liðanna fyrir leikinn.Eyjamenn leiddu fyrstu mínútur leiksins með einum til tveim mörkum en í stöðunni 7-9 tóku heimamenn við sér og leiddu þeir í hálfleik 20-15.Í síðari hálfleik héldu Selfyssingar áfram að bæta í og leiddu á tímabili með níu mörkum, 29-20.

Fréttabréf UMFÍ