Selfyssingar Íslandsmeistarar í hópfimleikum

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram fyrir fullu húsi í Ásgarði í Garðabæ liðna helgi. Selfoss átti tvö lið í keppninni eitt í kvennaflokki og eitt í flokki blandaðra liða (mix).

Góður árangur hjá taekwondofólki á Nutzi open í Finnlandi

Helgina 11. og 12. apríl fóru tveir keppendur frá Taekwondodeild Selfoss á Nutzi open í Finnlandi. Það voru þau Kristín Björg Hrólfsdóttir og Gunnar Snorri Svanþórsson.Gunnar Snorri keppti bæði í kadett flokki og einnig í junior flokki. Skemmst er frá því að segja að hann gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í -61 kg flokki í cadett flokki og vann til bronsverðaluna í junior -63 kg flokki.

Selfyssingar úr leik eftir oddaleik

Selfyssingar eru komnir í sumarfrí eftir grátlegt tap gegn Fjölni í undanúrslitum í umspili um sæti í efstu deild í gær. Leikurinn var hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur en því miður skoruðu Fjölnismenn lokamark leiksins tíu sekúndum fyrir leikslok og tryggðu sér með því 24-23 sigur.

Grýlupottahlaup Selfoss hefst laugardaginn 18. apríl

Grýlupottahlaup Selfoss 2015 hefst laugardaginn 18. apríl næstkomandi. Er þetta í fertugasta og sjötta skipti sem hlaupið er haldið.Grýlupottahlaupið er 850 metra langt.

Erum við á réttri leið? - Ráðstefna um íþróttir barna og unglinga

Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11 og stendur til kl.14:30.

Sætaferðir á Íslandsmótið í hópfimleikum

Íslandsmótið í hópfimleikum fer fram í Ásgarði í Garðabæ föstudaginn 17. apríl og laugardaginn 18. apríl verður keppt í úrslitum á áhöldum.Á föstudeginum býður fimleikadeildin uppá fríar sætaferðir á mótið en mótið hefst klukkan 16:55.

Oddaleikur á miðvikudaginn

Eftir tvo leiki á móti Fjölni í umspili um laust sæti í úrvalsdeild er staðan 1-1. Bæði lið hafa unnið einn leik og verður því um hreinan úrslitaleik að ræða í þriðja leik liðanna um það hvort liðið heldur áfram.Selfyssingar töpuðu fyrsta leik liðanna 28-25.

Framtíðin er björt

Ævintýri meistaraflokks kvenna er lokið þetta tímabil, eftir tap í tveimur leikjum á móti Gróttu í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.

Allt lífið framundan

Hafsteinn Þorvaldsson, heiðursfélagi Ungmennafélags Selfoss, er látinn 83 ára að aldri en ungur í anda. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfoss 26.

Einn sigur og eitt mark í Frakklandi

Þremenningarnir úr leikmannahópi Selfoss sem léku með U19 landsliði Íslands sem léku í milliriðli EM 4.-9. apríl luku leik í gær en þetta voru þær Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erna Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir sem var fyrirliði liðsins í öllum leikjunum.Liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn og einnig gegn.