14.04.2016
Aðalfundur frjálsíþróttaráðs HSK var haldinn í Selinu mánudaginn 11. apríl. Á fundinn voru mættir 16 fulltrúar frá sjö aðildarfélögum ráðsins en frá þessu er greint á .Á fundinum var farið yfir ársskýrslu ráðsins og reikninga sem sýndu að fjárhagur ráðsins stendur styrkum fótum og að árangurinn á frjálsíþróttavellinum var einstaklega góður árið 2015.Nokkrar tillögur voru samþykktar á fundinum og þar á meðal breytingar á reglugerð um Héraðsmót í frjálsum íþróttum sem snúa að því að reglugerðin bjóði upp á að ráðið geti haldið Héraðsmót fullorðinna innanhúss á einum degi við aukna aðstöðu.
14.04.2016
Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá í kvöld klukkan 20:00. Fyrir fundinum liggur fjöldi tillagna og ber hæst ályktun um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Selfossi.
13.04.2016
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í úrvalsliði Olísdeildar kvenna en í Ægisgarði í gær. Liðið var valið af þjálfurum í deildinni.Úrvalsliðið er þannig skipað:Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Grótta
Vinstra horn: Jóna Sigríður Halldórsdóttir, Haukar
Vinstri skytta: Ramune Pekarskyte, Haukar
Leikstjórnandi: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Hægri skytta: Sólveg Lára Kjærnested, Stjarnan
Hægra horn: Íris Ásta Pétursdóttir, Valur
Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsson, Grótta
Besti varnarmaður: Anna Úrsúla Guðmundsson, Grótta---Ljósmynd af vef HSÍ.
13.04.2016
Grýlupottahlaup Selfoss 2016 hefst laugardaginn 16. apríl næstkomandi. Er þetta í 47. skipti sem hlaupið er haldið.Grýlupottahlaupið er 850 metra langt.
12.04.2016
Um liðna helgi fóru fram í Reykjavík æfingabúðir úrvals-og afrekshóps Frjálsíþróttasambands Ísland hjá unglingum 15 - 22 ára.
12.04.2016
Haukur Þrastarson (t.v.) og Sölvi Svavarsson æfðu um helgina með U-16 ára landsliði Íslands og stóðu sig mjög vel. Þeir hafa æft vel og er það að skila sér.
11.04.2016
Helgina 22.-24. apríl verður Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna haldið á Selfossi og er um að ræða síðasta mót vertarins.Leikið er á þremur völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og á þremur völlum í íþróttahúsi FSu.
11.04.2016
Knattspyrnudeild Selfoss og Íslandsbanki skrifuðu á föstudag undir samning þess efnis að Íslandsbanki verður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.Það voru þeir Jón Rúnar Bjarnason (t.v.), útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi, og Adólf Ingvi Bragason, formaður knattspyrnudeildarinnar, sem skrifuðu undir samninginn í íþróttahúsinu Iðu að viðstöddum glæsilegum fulltúum deildarinnar í 7.
08.04.2016
Eins og undanfarin ár verður Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir öll börn fædd 2006-2011, í fullum gangi í sumar. Klúbburinn er starfræktur á vegum Ungmennafélags Selfoss í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.Klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumarnámskeið fyrir hressa krakka. Markmið námskeiðanna er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap.