Svekkjandi seinni hálfleikur

Selfyssingar tóku á móti Stjörnunni í Olís-deildinni í gær. Selfossliðið átti í fullu tré við Stjörnukonur í fyrri hálfleik en einu marki munaði á liðunum í hálfleik 11-12 fyrir Stjörnuna.

Egill Blöndal á leið til Japan

Egill Blöndal júdómaður í Selfoss hefur undanfarið verið við æfingar í Frakklandi ásamt Akureyringnum Breka Bernharðssyni. Þar hafa þeir félagar æft með nokkrum af sterkustu júdómönnum Frakklands svo sem Loic Pietri sem vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í Rio de Jeneiro 2013, brons 2014 og silfur 2015.Þá voru þeir félagar í ólympíuæfingabúðunum í Nymburk Tékklandi þar sem einnig voru við æfingar Ilias Iliadis ólympíumeistari, þrefaldur heimsmeistari og tvöfaldur Evrópumeistari sem og Teddy Riner áttfaldur heimsmeistari.Þeir Egill og Breki eru síðan á leiðinni til Japan um miðjan apríl til æfinga í einn mánuð og verða þá tilbúnir að mæta á Norðurlandamót í Noregi í maí.

Sóknarlína frá Selfossi

Íslendingar unnu frækin sigur á Grikkjum í vináttuleik í knattspyrnu í seinustu viku. Það bar helst til tíðinda fyrir okkur Selfyssinga að sóknarlína liðsins var skipuð tveimur Selfyssingum en félagarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson voru saman í fremstu víglínu liðsins.

Selfyssingar kallaðir á landsliðsæfingar

Selfyssingarnir Adam Sveinbjörnsson og Teitur Örn Einarsson eru í æfingahópur sem kemur saman til æfinga helgina 8.-10. apríl nk. Þjálfarar eru Kristján Arason og Einar Guðmundsson.Þrír Selfyssingar eru í æfingahóp sem æfir á sama tíma undir stjórn Maksim Akbashev.

Grímur og Úlfur í fremstu röð í Kaupmannahöfn

Selfyssingarnir Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson kepptu um helgina á Copenhagen Open, afar fjölmennu alþjóðlegu júdómóti í Danmörku.Grímur keppti til úrslita í -90 kg flokki U21 árs og endaði með silfurverðlaunin.

Heimavöllurinn í hættu

Selfyssingar fóru í heimsókn til Fjölnismanna í 1. deildinni í gær en aðeins tvö stig skildu liðin fyrir leikinn.Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 8-4 en þá vöknuðu Selfyssingar til lífsins og jöfnuðu.

Guðmundur í raðir Rosenborgar

Rosenborg hefur fengið Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson í sínar raðir frá FC Nordsjælland. Greint var frá því á vef að Guðmundur hafi skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Rosenborg.Guðmundur, sem er uppalinn hjá Selfossi, hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk þess að eiga þrjá leiki fyrir A-landsliðið.„Hann þekkir norska fótboltann vel og gefur okkur fleiri möguleika á miðjunni," sagði Stig Inge Björnebye, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg, og fyrrum leikmaður Liverpool.Rosenborg er ríkjandi Noregsmeistari og stórveldi í Skandinavíu en fyrir hjá félaginu eru tveir Íslendingar; Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson.---Guðmundur og Stig Inge eftir undirskrift. Ljósmynd af heimasíðu Rosenborg.

Mikilvægt stig Selfyssinga í Eyjum

Selfyssingar náðu sér í afar gott stig í Vestmannaeyjum á skírdag í baráttunni um sjöunda sætið í Olís-deildinni.Leikurinn var hnífjafn framan af en heimastelpur voru í við sprækari eftir fyrsta korterið og náðu tveggja marka forystu sem þær héldu til hálfleiks 15-13.Selfoss náði góðum kafla í upphafi seinni háfleiks, jöfnuðu 16-16, leikurinn í járnum og jafnt á öllum tölum.

Tvær efnilegar á æfingum U-18

Selfyssingarnir Dagbjört Rut Friðfinnsdóttir (t.v.) og Ída Bjarklind Magnúsdóttir æfðu á dögunum með U-18 ára landsliðinu sem undirbýr sig fyrir European Open sem haldið verður í júlí.Sjá nánari umfjöllun um verkefni landsliðsins á vefnum .

Aðalfundur handknattleiksdeildar 2016

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 31. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirHandknattleiksdeild Umf.