04.03.2016
Ákveðið hefur verið að fresta brenniboltamóti knattspyrnudeildar til föstudagsins 11. mars en nánari tímasetning kemur seinna inn.Það eru enn nokkur pláss laus eftir á mótinu en þeim fer fækkandi með hverjum degi þannig ef þig langar að taka þátt þá hringir þú í Þorstein (773-8827) eða Richard (864-3994) sem allra fyrst.Mótið er haldið af meistaraflokki karla í knattspyrnu sem verða að sjálfsögðu með lið og skora þeir á alla aðra meistaraflokka á Selfossi að mæta með lið.Mótið er liður í fjáröflun strákanna fyrir æfingaferð sem farið verður í í byrjun apríl.
03.03.2016
Tveir Selfyssingar eru í landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Sviss í annarri umferð undankeppni EM 2016. Þetta eru þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Steinunn Hansdóttir.Liðið heldur utan til Sviss og dvelur við æfingar frá 7.
03.03.2016
Kvennalið Selfoss sótti Val heim á Hlíðarenda í Olís-deildinni í handbolta í gær. Valskonur voru sterkari stærstan hluta leiksins og sigruðu 30-24.
Selfoss hafði frumkvæðið framan af leik og leiddi 4-6 þegar rúmar 13 mínútur voru liðnar.
03.03.2016
Þeir Þormóður Árni Jónsson +100 kg, Breki Bernharðsson -81 kg og Egill Blöndal -90 kg kepptu á 28. feb. sl. Mótið var gríða sterkt en keppendur voru 270 frá 52 þjóðum.
Selfyssingurinn Egill sat hjá í fyrstu umferð en mætti síðan Ástrala sem hafði sigrað Eista í fyrstu umferð.
02.03.2016
Blandað lið meistaraflokks Selfoss verður í eldlínunni á sunnudag þegar WOW-bikarinn í hópfimleikum fullorðinna fer fram í Ásgarði í Garðabæ.Selfoss hefur titil að verja frá fyrra ári og mun án efa mæta grimmt til leiks en búast má við spennandi keppni í flokki blandaðra liða.
02.03.2016
Þórir Þórarinsson á Vélaverkstæði Þóris er að sönnu merkilegur maður, ekki bara að hann reki blómlegt fyrirtæki og veiti fjölda manns atvinnu heldur gerir hann sér einnig grein fyrir mikilvægi þess að styðja við íþróttastarf á Selfossi.Jón Birgir Guðmundsson, starfandi formaður handknattleiksdeildar, kíkti ásamt úrvali landsliðsfólks okkar í heimsókn til Þóris í seinustu viku.
02.03.2016
Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 9. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirFimleikadeild Umf.
02.03.2016
Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 9. mars klukkan 18:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnirSunddeild Umf.
01.03.2016
Selfoss átti tvö lið í úrslitaleikjum í bikarkeppni yngri flokka sem fram fór í Laugardalshöll á sunnudag. Strákarnir á yngra ári í 4.
01.03.2016
Nú þegar daginn er tekinn að lengja og styttist í vordaga er tilvalið að taka fram hlaupaskóna, fræðast um hlaup og hlaupa úti.Dagana 3.