09.09.2015
Sýningin „Lógó í Listagjánni“ var opnuð í Listagjánni í Bókasafni Árborgar fimmtudaginn 3. september.Sýningin samanstendur af 40 lógóum eða merkjum sem Örn Guðnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umf.
08.09.2015
Stelpurnar okkar heimsóttu í gær Alvogenvöllinn í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Selfoss valtaði yfir KR 7-1 og vann þar með sinn stærsta sigur í efstu deild frá upphafi.Dagný Brynjarsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Donna Kay Henry gerðu tvö mörk hver auk þess sem Erna Guðjónsdóttir smellhitti boltann með vinstri fæti fyrir utan teig og klessti honum upp í samskeytin undir lok fyrri hálfleiks.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Fyrir seinustu umferðina eru stelpurnar í þriðja sæti með 33 stig, þremur stigum á undan Þór/KA en liðin leika hreinan úrslitaleik um þriðja sætið í Pepsi-deildinni laugardaginn 12.
08.09.2015
Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum var haldið á Kópavogsvelli í lok ágúst. Fjórir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt og unnu til fjölda verðlauna og settu samtals ellefu HSK met.
08.09.2015
Miðvikudaginn 9. september munu ÍSÍ, KSÍ og HR standa fyrir málstofu um andlega líðan íþróttamanna. Málstofan verður í stofu M208 í Háskólanum í Reykjavík og stendur frá kl.16:00-17:30.Hafrún Kristjánsdóttir mun fjalla um geðrænan vanda og algengi hans hjá íþróttamönnum og Sævar Ólafsson um íþróttaiðkun í mótvindi og svartnætti.
08.09.2015
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, náði þeim frábæra árangri að vinna bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Yekateringburg í Rússlandi dagana 7.–20.
07.09.2015
Um seinustu helgi tóku strákarnir á móti Gróttu í fallbaráttu fyrstu deildar og höfðu öruggan 2-0 sigur og eru komnir í vænlega stöðu þegar tvær umferðir eru eftir.Það voru Elton Barros og Haukur Ingi Gunnarsson sem skoruðu mörk Selfyssinga í leiknum en allir leikmenn stóðu fyrir sínu í leiknum og sigldu heim þremur nauðsynlegum stigum.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfyssingar eru enn sem fyrr í 10.
07.09.2015
Í lok ágúst framlengdu ellefu strákar samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.Félagið hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á að halda í leikmenn sína og hafa þessir drengir trú á því verkefni sem framundan er hjá félaginu.
07.09.2015
Árleg kastþraut Óla Guðmunds. fór fram föstudaginn 4. september síðastliðin í blíðskaparveðri á Selfossvelli. Keppni hófst kl.
06.09.2015
Ragnarsmóti kvenna, hinu fyrsta, lauk í gær.Það voru 6 lið sem tóku þátt. Fram og Grótta spiluðu til úrslita og þar höfðu Framstúlkur 19-13 sigur.Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel, unnu öruggan 28-20 sigur á HK, töpuðu síðan með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins.Selfossstelpurnar léku síðan við ÍBV um 3.sætið og höfðu mjög góðan 33-30 sigur á Eyjapæjum.Verður óneitanlega gaman að sjá til liðsins í vetur en þær hafa lagt gríðarlega mikið á sig á undirbúningstímabilinu og líta skrambi vel út.MM
05.09.2015
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson mætti á æfingu hjá sínum gömlu félögum í knattspyrnuliði Selfoss í lok ágústmánaðar.Hann var staddur hér á landi vegna tveggja landsleikja sem íslenska landsliðið spilar í Evrópukeppninni.