Selfoss leikur um þriðja sætið

Selfoss mun spila gegn ÍBV um þriðja sætið á Ragnarsmóti kvenna í handbolta en úrslitaleikirnir verða leiknir í dag, laugardag.Mótið hófst á miðvikudag en að lokinni riðlakeppninni er ljóst að Fram og Grótta munu leika til úrslita kl.

Úrslitaleikur gegn Gróttu á JÁVERK-vellinum

Selfyssingar taka á móti Gróttu á JÁVERK-vellinum á morgun, laugardag, þar sem sæti í fyrstu deild að ári er í húfi.Leikurinn hefst kl.

Magnús ráðinn yfirþjálfari

Á dögunum var gengið frá ráðningu Magnúsar Tryggvasonar sem yfirþjálfara hjá Sunddeild Selfoss. Magnús er menntaður íþróttafræðingur, margreyndur sundmaður og sundaþjálfari bæði hér á Selfossi sem og á Suðurlandi öllu.

Selfoss stóð í meistaraefnunum

Stelpurnar okkar tóku á móti verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks í Pepsi deildinni á JÁVERK-vellinum í gær.Með sigri í leiknum gátu Blikar tryggt sér titilinn en Selfyssingar voru ekki á þeim buxunum og endaði leikurinn með jafntefli 1-1 í bráðfjörugum leik.

Adina til liðs við Selfoss

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert samning við Adina Ghidoarca, en hún er 28 ára rúmensk stelpa sem spilar alla jafna sem vinstri skytta.Hún æfði með liðinu í sumar og stóð sig það vel að henni var boðinn samningur við félagið. Adina spilaði áður í Færeyjum og Tyrklandi.Þess má geta að fyrir hjá Selfoss er landa hennar Carmen Palamariu og verða þær báðar í sviðsljósinu með Selfoss á Ragnarsmótinu í kvöld.---Adina t.v.

Íþróttaskóli barnanna hefst á sunnudag

Íþróttaskóli barnanna hefst að nýju sunnudaginn 6. september 2015. Kennt er í Baulu íþróttahúsi Sunnulækjarskóla í alls tíu skipti en síðasta skiptið er sunnudaginn 8.

Ragnarsmótið í kvennaflokki

Seinni hluti Ragnarsmótsins í handknattleik hefst í íþróttahúsi Vallaskóla á miðvikudag þegar stelpurnar stíga á stokk en nú er í fyrsta skipti í sögu mótsins keppt í kvennaflokki.

Stolt sunnlenskrar knattspyrnu

Það var gríðarlega spenna á Suðurlandi á laugardag þegar Selfoss og Stjarnan mættust annað árið í röð í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli.Selfyssingar tóku daginn snemma og fjölmenntu á Hótel Selfoss þar sem boðið var upp á fjölskylduhátíð auk þess sem Suðurland FM útvarpaði stemningunni og lýsti leiknum.

13 HSK met sett í Brúarhlaupinu

Brúarhlaup Selfoss var haldið 8. ágúst sl. og voru hvorki meira né minna en þrettán HSK met sett þann daginn eins og fram kom í samantekt á .Lára Björk Pétursdóttir hljóp 5 km hlaup á 22;46 mín og setti  HSK met í sex flokkum, en árangur hennar er met  í 13, 14, 15, 16-17, 18-19 og 20-22 ára flokki stúlkna.Ástþór Jón Tryggvason setti þrjú HSK met í 5 km hlaupi.

Vetraræfingar að hefjast

Um leið og skólarnir hefjast fer vetrarstarfið hjá Umf. Selfoss af stað. Æfingar eru hafnar í handbolta, taekwondo og sundi en fimleikar og júdó hefjast í næstu viku.Júdóæfingar hefjast þriðjudaginn 1.