24.08.2015
Selfyssingar kræktu sér í dýrmætt stig á heimavelli gegn Fjarðabyggð í 1. deildinni á laugardag.Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en það var hinn bráðefnilegi Richard Sæþór Sigurðsson sem jafnaði tvívegis fyrir okkar menn í leiknum.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Staðan á botninum hefur lífið breyst en Selfyssingar tveimur stigum frá fallsæti í 10.
22.08.2015
Haukar unnu alla leiki sína á Ragnarsmótinu sem lauk í dag og eru því sigurvegarar mótsins.Haukar vs Selfoss 30-23Haukar vs Valur 26-25Haukar vs Fram 27-26Selfysssingar kepptu við Val í síðasta leik mótsins og biðu lægri hlut 17-23 en áttu eigi að síður marga góða spretti á mótinu.
Markaskor:
Hergeir og Magnús Öder með 4 mörk
Guðjón Á og Árni Geir með 3 mörk
Teitur með 2 mörk
Rúnar með 1 markBirkir Fannar með frábæra markvörslu í leiknum.Einstaklingsverðlaun Ragnarsmóts:
Besti leikmaður: Janus Daði Smárason Haukar
Besti sóknarmaður: Hergeir Grímsson Selfoss
Besti varnarmaður: Orri Freyr Gíslason Valur
Besti markmaður: Sigurður I.
21.08.2015
Í hálfleik leiks Selfoss og Fram sem fram fór á Ragnarsmótinu fyrr í kvöld voru bronsverðlaunahafar okkar í U-19 ára landsliðinu frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi heiðraðir.Kjartan Björnsson fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar þakkaði þeim selfyssku fjórmenningum sem í víking austur til Rússlands héldu og komu hlaðnir eðalmálmum til baka.Jón Birgir Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Stefánsson og Einar Guðmundsson eru svo sannarlega einstakir fulltrúar okkar.MM
20.08.2015
Selfyssingar fengu Val í heimsókn á JÁVERK-völlinn í gær og höfðu að lokum öruggan 3-1 sigur.Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfyssingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 15.
20.08.2015
Stelpurnar í Olísdeildarliði Selfoss eru staddar í æfingabúðum á Alicante á Spáni. Eins og myndin ber með sér fer vel um þær á milli þess sem þær stunda strangar æfingar og rífa í lóðin.
20.08.2015
Nú er vetrarstarfið að fara í fullan gang hjá Umf. Selfoss og æfingar að hefjast hjá deildum félagsins.Æfingar í handbolta hefjast mánudaginn 24.
19.08.2015
Ragnarsmótið hófst í kvöld með tveimur leikjum. Í þeim fyrri mættu heimamenn liði Hauka og í þeim seinni mættust Valur og Fram.Fyrir fyrsta leik gengu leikmenn meistaraflokks Selfoss ásamt þjálfurum að leiði Ragnars Hjálmtýssonar og lögðu blóm að því ásamt móður Ragnars, Elínborgu Ásmundardóttur.Selfyssingar áttu nokkuð góðan leik og þeir mörgu áhorfendur sem mættu urðu líklega ekki fyrir teljandi vonbrigðum þrátt fyrir sjö marka tap fyrir margföldum Íslandsmeisturum enda ljóst að mikið býr í liðinu, lokatölur 23-30.Markaskorun hjá Selfoss: Sverrir Pálsson 6, Teitur Einarsson 4, Andri Már Sveinsson 3, Árni Geir Hilmarsson 2, Guðjón Ágústsson 2, Árni Guðmundsson 2, Hergeir Grímsson 2, Jóhann Erlingsson 1 og Örn Þrastarsson 1.Í seinni leik dagsins hafði Valur síðan sigur á Fram 27-23.Mótinu verður framhaldið á föstudaginn en þá mætast Haukar og Valur kl 18:30 og í seinni leik dagsins mæta heimamenn Fram kl 20:00.MM
19.08.2015
Selfyssingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Fram í 1. deildinni í gær og uppskáru þrjú dýrmæt stig sem nýtast vel í harðri fallbaráttu.Leikurinn vannst 1-2 með tveimur mörkum frá Denis Sytnik í fyrri hálfleik.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Eftir leikinn er Selfoss með 16 stig í 10.
18.08.2015
Ragnarsmótið, sem markar upphaf keppnistímabilsins í handbolta á Selfossi, verður haldið í 26. sinn og hefst á morgun miðvikudaginn 19.
18.08.2015
Það var öflugt lið HSK/Selfoss sem lagði land undir fót til að keppa á Meistaramóti Íslands 15-22 ára um seinustu helgi. Liðið koma heim klyfjað verðlaunum en alls unnust 10 Íslandsmeistaratitlar auk níu silfurverðlauna og tíu bronsverðlauna.---Hópurinn stillti sér upp við brottför frá Selfossi.
Ljósmynd: Umf.