Selfyssingar æfa með U19

Um seinustu helgi fóru fram úrtaksæfingar hjá U19 kvenna í Kórnum og Egilshöll.  Selfyssingarnir Eva Lind Elíasdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir voru valdar til æfinga.Um næstu helgi tekur Svavar Berg Jóhannsson þátt í úrtaksæfingum hjá U19 karla í Kórnum og Egilshöll.

Fjóla Signý valin í landsliðið

Íþrótta- og afreksnefnd Frjálsíþróttasambands Íslands hefur myndað nýjan landsliðshóp fyrir árið 2014. Hópurinn verður endurskoðaður að loknu innanhússtímabili árið 2014.

13 réttir í Tíbrá og nýr hópleikur

Það dró strax til tíðinda í hópleik Selfoss getrauna, sem hófst sl. laugardag. Hópurinn Tígull jr. gerði sér lítið fyrir og var mað alla 13 leikina á seðlinum rétta.

Þrenn verðlaun á Reykjavík open

Selfyssingar áttu sex fulltrúa á Reykjavík Júdó open, sterkasta júdómóti ársins á Íslandi, sem fram fór í Laugardalshöllinni um seinustu helgi.Þór Davíðsson krækti í silfurverðlaun í -100 kg flokki, Egill Blöndal hlaut brons í -90 kg flokki, og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir náði í brons í +57 kg.

Selfoss vann krakkamótið

Aldursflokka- og unglingamót HSK í frjálsum íþróttum fór fram síðasta laugardag í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Í heildina voru skráðir á mótin 144 einstaklingar frá 10 félögum sem verður að teljast mjög góð skráning.

Naumt tap í Eyjum

Á laugardag fóru stelpurnar okkar til Vestmannaeyja þar sem þær mættu ÍBV í Olísdeildinni. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi og leiddi Selfoss með einu marki í hálfleik 14-15.

Gull og silfur á Selfoss á RIG

Fimleikadeild Selfoss sendi tvö lið til þátttöku á Reykjavíkurleikana í hópfimleikum sem fram fór í Laugardalshöllinni sunnudaginn 26.

Stórsigur á móti Fylki

Strákarnir í Selfoss áttu ekki í vandræðum með slakt lið Fylkis á föstudaginn. Selfoss átti mjög góðan fyrri hálfleik og hreinlega valtaði yfir gestina sem áttu í mesta basli með að koma boltanum í netið.

Selfoss - ÍR í átta liða úrslitum

Selfoss og bikarmeistarar ÍR mætast í átta liða úrslitum Coca cola bikarsins. Leikurinn verður spilaður á Selfossi í byrjun febrúar en endanlegur tími er ekki kominn á hreint.

Atli Hjörvar kominn heim

Atli Hjörvar Einarsson skrifaði undir samning við Selfoss nú í vikunni, mun hann spila með liði Selfoss a.m.k út þetta tímabil. Atli fór frá Selfossi haustið 2011, spilaði með FH einn vetur en hann hefur spilað lykilhlutverk með liði Víkings síðastliðið eitt og hálft ár.Koma Atla mun án efa styrkja lið Selfoss en hann spilar sem línumaður og er öflugur varnarmaður.Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss býður Atla Hjörvar velkominn til baka en það er alltaf ánægjulegt þegar leikmenn snúa aftur til að spila með sínu uppeldisfélagi.