14.02.2014
Það var glæsilegur sundhópur Selfyssinga sem hélt til Reykjavíkur til að taka þátt í Gullmóti KR frá föstudegi til sunnudags. Þeim gekk mjög vel og komu sátt heim eftir langa helgi.Á föstudagskvöldinu unnu Kári Valgeirsson og Þórir Gauti Pálsson sér keppnisrétt í KR Super Challenge skriðsundi.
14.02.2014
Mánudaginn 17. febrúar klukkan 12:10 verður hádegisfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem Dr. Anna Hafsteinsson Östenberg sjúkraþjálfari og Vésteinn Hafsteinsson afreksþjálfari munu ræða þau ólíku sjónarmið sem upp geta komið á milli þjálfara afreksmannsins annars vegar og sjúkraþjálfarans hins vegar þegar íþróttamaðurinn er að fara aftur af stað eftir meiðsli.
13.02.2014
Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram síðasta sunnudag. Selfoss átti tíu af alls 100 keppendum á mótinu og komust allir á verðlaunapall.Þrír keppendur voru í yngsta flokkum.
13.02.2014
Selfoss átti 20 keppendur í liði HSK/Selfoss á Meistarmóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára nú um helgina. Eftir gríðarlega jafna og spennandi keppni við lið ÍR og FH stóð lið HSK/Selfoss uppi sem Íslandsmeistarar.
13.02.2014
Í dag skrifaði Birkir Pétursson undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Birkir er á seinasta ári í 2. flokki en hann hefur undanfarin ár spilað stórt hlutverki með liði félagsins í flokknum.
13.02.2014
Um helgina heldur Fimleikadeild Selfoss Íslandsmót unglinga í hópfimleikum. Mótið er fjölmennt að vanda en keppt verður í fimm mismunandi aldursflokkum.
12.02.2014
Þriðji flokkur kvenna og þriðji flokkur karla í handbolta eru báðir komnir í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni. Stelpurnar halda til Vestmannaeyja á morgun fimmtudag en þær eiga erfiðan leik fyrir höndum þar. Strákarnir í þriðja flokki eiga svo leik á móti sprækum Haukastrákum, sunnudaginn 16.
11.02.2014
Í kvöld kl. 18 heldur sunddeild Selfoss lítið innanfélagsmót í Sundhöll Selfoss. Fyrri hluti mótsins er með hefðbundnu sniði þar sem keppt er í tíu greinum.
11.02.2014
Selfyssingar er fallnir úr keppni í Coca Cola bikarnum eftir 23-28 tap gegn ÍR í átta liða úrslitum. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimmtán mínúturnar en þá náði ÍR góðum kafla og komst fimm mörkum yfir í stöðunni 9-14.
10.02.2014
Selfyssingar tryggðu sér sigur í B-deild Fótbolta.net mótsins með 2-0 sigrí á HK í Kórnum sl. föstudag.Það voru þeir Magnús Ingi Einarsson og Sindri Rúnarsson sem skoruðu mörk Selfyssinga hvort í sínum hálfleiknum.